ENN RITSKOÐAR FACEBOOK - ÞRENGT AÐ MÁLFRELSI
Smám saman hefur það verið að færast í vöxt að fréttir og pistlar sem ég birti á heimasíðunni og set síðan á X og Facebook séu þurrkaðir út á síðarnefnda vefnum.
Þess skal getið að aldrei hefur verið þurrkaður út pistill sem mærir NATÓ eða hergagnaiðnaðinn í heiminum. En þá er þess að geta að slíkir pistlar eru ekki tíðir á heimasíðu minni.
En grínlaust þá er ástæða til þess að hafa áhyggjur af vaxandi tilhneigingu til ritskoðunar í okkar hluta heimsins. Að þessu leyti færumst við hratt til myrkrar fortíðar og ástæða til að safna liði til þess að snúa vörn í sókn fyrir málfrelsið. Þess er ekki langt að bíða að það gæti orðið of seint.
Pistillinn sem nú var þurrkaður út var um gagnrýni mína á stuðning íslenskra stjórnvalda við vopnaiðnaðinn í Úkraínu. Skrifin voru sögð ekki samræmast gildum (standards) Facebook:
https://www.ogmundur.is/is/greinar/ekki-i-minu-nafni-1
-------------
Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.