ER EKKERT AÐ MARKA YFIRLÝSINGAR FRAMSÓKNARMANNA?
Í umræðum á Alþingi sl. miðvikudag um lagafrumvarp sem heimilar ríkisstjórninni að kaupa eignarhlut sveitarfélaga í Landsvirkjun sagði
Ja, skyldi þeta vera alveg svona einfalt mál? Sama
Fréttamaður: Sérðu fyrir þér hverjum verði boðið að kaupa hluti í þessu hlutafélagi sem þá verður stofnað um Landsvirkjun? Getur almenningur keypt eða verður þetta boðið út einhvern veginn öðruvísi?
Valgerður: Við erum náttúrlega bara ekki komin svo langt. Þetta er svo langt frammi í framtíðinni, en almennt hefur það verið þannig þegar ríkið hefur verið að selja eignir sínar að þá hefur það verið gert allt mjög faglega, vil ég halda fram. Og það hefur svo sem gengið ágætlega, það sem við höfum einkavætt fram að þessu.
Talað út í loftið
Í þessum sama Kastljósþætti fer þessi ráðherra Framsóknarflokksins mörgum orðum um ágæti samkeppni sem væri í sjálfsögðu ekki tiltökumál ef hún færi rétt með staðreyndir en það gerir hún ekki. Hún segir til dæmis markaðsvæðingu rafmagns innan Evrópusambandsins hafa gefið góða raun. ("Almennt séð, þá hefur þetta gengið vel, ef við tölum um Evrópu, þessi markaðsvæðing raforkukerfanna. Og það held ég sé nú svona almenn skoðun.") Svo er ekki. Nú síðast, fyrir skömmu, var hér á ferð framkvæmdastjóri Evrópusambandsins á sviði orkumála, Andris Piebalgs, sem sagði að það hefði komið mönnum á óvart hve lítil viðskipti með rafmagn hefðu orðið yfir landamæri eftir markaðsvæðingu, verðlag hefði hækkað en ekki lækkað og meiri fákeppni væri við lýði en æskilegt væri. Hann kvaðst vona að þetta stæði allt til bóta og var greinilega trúaður á hinn frjálsa markað og ágæti þeirra breytinga sem hrundið hefði verið af stað. Það breytir hins vegar ekki því að breytingarnar hafa hingað til ekki gefið góða raun eins og iðnaðarráðherra staðhæfir– algerlega út í loftið.
Það væri þess virði að íhuga nánar yfirlýsingar ráðherrans varðandi markaðsvæðingu í ljósi þess að hún er að tala fyrir hönd flokks sem var einn öflugasti málsvari samvinnuhugsjónarinnar fyrir aðeins fáum árum síðan. Það væri líka ástæða til að staðnæmast við yfirlýsingar Valgerðar varðandi Íraksstríðið, til dæmis þá staðhæfingu að Davíð og Halldór hafi ákveðið þetta allt sín í milli. Manni hreinlega verður orðvant, eftir allar yfirlýsingarnar um að málið hafi verið rætt í ríkisstjórn og að utanríkisnefnd hafi verið upplýst í þaula, að sjá síðan aðra eins yfirlýsingu og þessa úr fyrrnefndum Kastljósþætti um hlut Halldórs Ásgrímssonar:
Valgerður: Mér fannst hann hafa skýrt það strax. Lá það ekki fyrir að þeir tóku þessa ákvörðun tveir. Til dæmis … Fréttamaður: Þeir sögðu það aldrei beinum orðum. Valgerður: Nú. Ja, ég, - mér fannst að það lægi alveg ljóst fyrir. Að það var þannig. Og þeir – nú hefur verið kveðið upp úr um það, af prófessorum, að það sé í raun alveg í samræmi við það sem alltaf hefur verið hér á landi. Framkvæmdavaldið hefur mikla ábyrgð og miklar skyldur í utanríkismálum. Og þannig var það líka þarna.
Síðan er það RÚV...
En látum allt þetta vera og staðnæmumst við yfirlýsingar Hjálmars Árnasonar þingflokksformanns Framsóknar, Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Halldórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknar og forsætisráðherra og Kristins H. Gunnarssonar þingmanns um Ríkisútvarpið.
Hjálmar reið á vaðið í Morgunblaðsgrein 3. nóvember og sagði að „ að hvort RÚV verði sameignarfélag, sjálfseignarstofnun eða hlutafélag þá breyti það í sjálfu sér litlu hvað varðar stofnunina sem almenningseign...“
Nú kveður Valgerður sér hljóðs og tekur undir með Hjálmari þingflokksformanni, sbr. eftirfarandi ummæli í viðtali við RÚV ( í Speglinum) 15. þessa mánaðar: "Ja, ég tel aðalatriðið að Ríkisútvarpið sé í einhverju því rekstrarumhverfi þar sem að það getur keppt við aðra miðla, ljósvakamiðla. Og hvort að það er nákvæmlega hlutafélagaformið eða eitthvað annað form, það ætla ég ekki að fullyrða neitt um.." Fréttam.: "Er einhver sérstök ástæða fyrir því að Framsóknarflokkurinn hefur verið svona mikið á móti hlutafélagavæðingu akkúrat þarna?" Valgerður:"Ja, við höfum ályktað um það á fyrri stigum að vilja ekki að Ríkisútvarpinu verði breytt í hutafélag. Og það var á þeim tíma þegar að Sjálfstæðisflokkurinn virtist vilja selja Ríkisútvarpið. Þá ályktuðum við mjög stíft um þetta. Nú eru hins vegar breyttir tímar og Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki selja Ríkisútvarpið. Og ég held að það sé alveg eðlilegt að það breyti einhverju í afstöðu Framsóknarmanna til þessa máls." Fréttam.: "Þannig að nú sakar
Halldór, flokksformaður, tekur undir þetta sjónarmið í fréttum RÚV 16. nóv. Þar er eftirfarandi haft eftir honum: "Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra telur fyllilega koma til greina að breyta Ríkisútvarpinu í hlutafélag. Nýjustu samþykktir Framsóknarflokksins standi ekki í vegi fyrir slíkri breytingu. Mikilvægast sé að lagafrumvarp um Ríkisútvarpið komi fram helst fyrir jól. Frumvarp er í smíðum en hefur hvorki verið kynnt í ríkisstjórn né í þingflokkunum." Orðrétt segir Halldór: " Nú hlutafélagsformið hefur reynst vel í mörgum tilvikum, það er það form sem að hefur þróast mest og auðvitað kemur það fyllilega til greina að Ríkisútvarpið noti það form... Ja sko, við störfum á grundvelli okkar nýjustu samþykkta og nýjar samþykktir breyta eldri samþykktum, það liggur alveg ljóst fyrir og við störfum á grundvelli þeirra samþykkta sem voru samþykktar á okkar síðasta flokksþingi...
Framsókn er greinilega að undirbúa að svíkja eigin samþykktir og loforð eins og ég sagði í Morgunblaðinu í blaðagrein eftir að
Hér að neðan er grein sem Jón Ásgeir Siguðrsson útvarpsmaður birti í Morgunblaðinu 6.5. nóv. og HÉR má lesa Morgunblaðsgrein mína frá 6. nov. um undirbúning Framsóknar að því að hlaupast undan merkjum varðandi RÚV.
"Neyðarkall" Framsóknarmanns
HJÁLMAR Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, skrifar um vanda Ríkisútvarpsins í grein sem birtist í Morgunblaðinu 3. nóvember. Ásigkomulag Ríkisútvarpsins sé bagalegt og eina ráðið sé - að setja hið bráðasta alveg ný lög. Mikilvægast sé að laga "stjórnunarstrúktúrinn". Auk þess virðist "rekstur og fjárhagur RÚV nokkuð á reiki", segir þingmaðurinn. Einfaldast væri fyrir Hjálmar að fá nánari upplýsingar um þau mál hjá flokksbróður sínum, sem er fjármálastjóri RÚV.
Nánast í framhjáhlaupi segir Hjálmar að rekstrarform, sem tekið yrði upp með nýjum lögum um Ríkisútvarpið, skipti engu máli. Hlutafélag eða hvað sem er..."ef fyrir liggur pólitískur vilji um að halda RÚV í eigu ríkisins". Út af fyrir sig þurfti þingmaðurinn ekki að efast, því sjálfur upplýsir hann, framar í grein sinni, að "enginn stjórnmálaflokkur á Alþingi" hafi lýst yfir vilja til að selja Ríkisútvarpið. Þar á undan segir Hjálmar að þverpólitísk samstaða ríki um, að RÚV skuli áfram vera í eigu ríkisins.
En sjálfstæðismenn?Sjálfstæðisflokkurinn stýrir menntamálaráðuneytinu, sem Ríkisútvarpið heyrir undir og menntamálaráðherra ræður alla yfirstjórn RÚV. Hjálmar Árnason hefur greinilega ekki kynnt sér umræðuna innan Sjálfstæðisflokksins og skal nú bætt úr því.Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sagði í janúar 1992: "Ég held einfaldlega að Ríkisútvarpinu sé eins og öðrum opinberum rekstri markaður ákveðinn tími. Og ég held að sá tími sé einfaldlega liðinn...Ég tel að það sé nauðsynlegt að leggja Ríkisútvarpið niður."
Kjartan sagði að taka ætti fyrir allar auglýsingar í Ríkisútvarpinu, breyta því í hlutafélag, selja hlutabréfin og "stefna að því að innan fimm ára (fyrir 1997, innskot JÁS) verði ríkið alfarið hætt þessum rekstri".
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði árið 1996: "Sjálfstæðisflokkurinn leggur til að markmið, rekstur og fjármögnun Ríkisútvarpsins, ekki síst sjónvarpsins verði endurskoðuð með tilliti til hagkvæmni og aukinnar samkeppni, og að samkeppnisaðstaða fjölmiðla verði jöfnuð með afnámi lögboðinna áskriftargjalda og jafnframt tryggt að stofnunin fari ekki með öðrum hætti í ríkissjóð."
Nýi útvarpsstjórinn er sammála Kjartani Gunnarssyni að taka eigi fyrir allar auglýsingar í Ríkisútvarpinu, Páll Magnússon ítrekaði það sjónarmið sitt nýlega. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2003 var á nýjan leik ályktað: "Skylduáskrift að fjölmiðlum verði afnumin nú þegar. Íslenskir neytendur eiga sjálfir að ráða hvort og hvaða fjölmiðla þeir kaupa. Endurskoða skal hlutverk ríkisins á þessum markaði."
Ef óskir Sjálfstæðisflokks, framkvæmdastjóra flokksins og nýs útvarpsstjóra ganga eftir, er takmarkinu "að leggja Ríkisútvarpið niður" náð, vegna þess að RÚV yrði svipt öllum tekjum. Ekki tókst að halda tímaplani framkvæmdastjórans, en áfram skal höggvið í sama knérunn. Samband ungra sjálfstæðismanna fer síður en svo út af flokkslínunni, þegar stjórn þess ályktar, 5. ágúst 2005: "Að lokum ítreka ungir sjálfstæðismenn þá skoðun sína að ríkisvaldið hætti rekstri fjölmiðla og RÚV verði selt."
Rekstrarformið skiptir engu máliÞú afsakar, Hjálmar, þótt mér finnist holur hljómur í þeirri samúð sem þú tjáir útvarpsmönnum. Vonandi meinarðu samt það sem þú segir, að rekstrarformið skipti engu máli. Þá skulum við bara hafa það óbreytt, það nægir að strika út góðan hluta af núgildandi lögum til að bæta stjórnunarstrúktúrinn, svo sem hæfir mikilvægu hlutverki RÚV. Ríkisútvarpið verður ekki háeffað, það er vilji þjóðarinnar...sem og formannsins þíns, Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra.Höfundur er rekstrarhagfræðingur og útvarpsmaður