ER EKKI TÍMABÆRT AÐ SKOÐA HVERNIG MENN VERÐA MILLJARÐAMÆRINGAR?
....hinn rússneski eigandi Chelsea náði til sín nokkrum ríkisfyrirtækjum á sínum tíma á réttum tíma og með aðstoð vel valinna manna og er nú einn ríkasti maður heims. Ekki fer miklum sögum af "kaupverðinu" né heldur að öðrum hafi verið leyft að bjóða þarna í fyrirtækin....neipp, þeim var skemmtilega komið fyrir hjá hinum "útvöldu". Okkar útgáfa af þessum manni hlýtur að vera Ólafur Ólafsson í Samskipum sem "gaf" milljarð í höfuðstól um nýlega og renna vextirnir af honum til mannúðarmála og líknarmála - cirka 100-150 millur árlega sem er svipað og ónefnd veisla kostaði.
Er ekki tímabært að rifja aðeins upp hvernig menn fara að því að eignast rúmlega 100 þúsund milljónir á innan við 5 árum á Íslandi en hrein eign Óla partýkalls er vel yfir 100 þúsund milljónir?
fyrir utan búnaðarbankann.....þá var VÍS skemmtilegt dæmi....en látum fyrrum landsbankastjóra hafa orðið.
Hann skrifar þetta í Morgunblaðið 4.oktober 2006:
"Rasphúsmenn
FYRIR þremur árum ákváðu bankaráðsmenn Landsbankans hf., þeir
Kaupverð á bréfum Landsbankans í VÍS var 6,8 milljarðar króna; sex þúsund og átta hundruð milljónir. Réttum þremur árum síðar seldi S-hópurinn og einkavinir þeirra þennan hlut í VÍS fyrir rúmlega 31 milljarð króna; þrjátíu og eitt þúsund milljónir. Mismunur 24,2 milljarðar - tuttugu og fjögur þúsund og tvö hundruð milljónir. Sæmileg ávöxtun það, enda sá Finnur Ingólfsson um veltuna.
Þegar kaup S-hópsins og co. fóru fram hafði Landsbankinn verið einkavæddur, en allir hlutir í honum í opinberri eign, þ.e.a.s. í eigu almennings. Það var því í umboði ríkisstjórnar, sér í lagi bankamálaráðherrans, Valgerðar Sverrisdóttur, sem Helgi og Kjartan seldu, en þeirra er ábyrgðin skv. lögum um viðskiptabanka. Þau vinnubrögð kallaði einn úr Einkavæðingarnefnd, Steingrímur Ari Arason, fráleit, sagði sig úr nefndinni; gekk brott og grét beisklega.
Það hlýtur að verða fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar eftir næstu kosningar, að skipa opinbera rannsóknarnefnd sem fari rækilega í saumana á allri svívirðunni, sem Einkavæðingarnefnd lét eftir sig. Auðvitað verður einkavæðing þáverandi utanríkisráðherra, Halldórs Ásgrímssonar, á Íslenzkum aðalverktökum líka tekin með í reikninginn. Þegar öll kurl hafa komið til grafar er spurningin ekki sú hvort hinir ábyrgu verði dæmdir í rasphús heldur hversu langa tukthúsvist. Framsóknarmenn höfðu um alllanga hríð unnið hörðum höndum að því að ná undir sig Landsbankanum. Þegar núverandi Seðlabankastjóri yfirgaf stefnu sína um dreifða eignaraðild og heimtaði að selja bankann einkavinum sínum, ærðust framsóknarmenn og töldu Búnaðarbankann of rýran feng. Lausn var fundin með því að gefa þeim milljarðana í VÍS til að jafna metin og var höfð í huga aðferð Kambránsmanna að skipta þýfinu sem jafnast."
Síðan skrifar hann 14.oktober 2006 í moggan líka þetta:
"Bankaræningjar
ÞAÐ BLASIR við öllum með augu opin að vinnubrögð hinnar svokölluðu einkavæðingarnefndar voru samfelldur fjármálalegur sóðaskapur af verstu gerð. Þó virðast sölur ríkisbankanna taka þar öðru fram. Fyrir skemmstu rakti undirritaður í stuttri klausu í Morgunblaðinu aðfarir bankaráðsmanna Landsbanka Íslands, Helga S. Guðmundssonar og Kjartans Gunnarssonar, við sölu á hlutabréfum bankans í Vátryggingarfélagi Íslands, en þær athafnir voru undanfari sölu bankans. Í ljós kom, að hlutabréf Landsbankans voru seld S-hópnum svonefnda fyrir 6,8 milljarða króna. Þessi bréf seldi S-hópurinn 3 - þremur - árum síðar fyrir rúmleg 31 milljarð króna. Mismunur rúmir 24 milljarðar.
Á sölu hlutabréfa Landsbankans í VÍS á sínum tíma báru aðalábyrgð þeir Helgi S. Guðmundsson og Kjartan Gunnarsson, vafalaust að undirlagi þáverandi bankamálaráðherra, framsóknarfrúarinnar frá Lómatjörn. Ærin ábyrgð hlýtur það að teljast, enda tukthússök.
En sagan var ekki hálfsögð. Það kemur í ljós við kaup S-hópsins á FL-Group að einn af aðalmönnum S-hópsins reynist vera hinn sami Helgi S. Bankaráðsmaðurinn hefir sem sagt gefið sjálfum sér milljarðana við svokallaða sölu VÍS-bréfanna til S-hópsins.
Það er ennfremur bókað að Kjartan Gunnarsson á vænan hlut í Landsbanka Íslands og hefir sem bankaráðsmaður í fyrrum Landsbanka ráðið miklu um það verðlag, sem hann sjálfur naut við kaup sín í nýja Landsbankanum.
Það er eftir öðru að Helgi þessi S skuli vera formaður stjórnar Seðlabanka Íslands - eða kannski við hæfi. Þessi dæmi sýna ljóslega hverskonar framsóknar-forarvilpu ríkisstjórnarmenn eru sokknir í, enda munu þeir aldrei leyfa opinbera rannsókn á málavöxtum meðan þeir sitja á valdastólum.
Eru það kannski þessir kónar sem nýi forsætisráðherrann á við þegar hann segir í alþingi á dögunum: ,,Ég missi ekki svefn yfir því að einhverjir aðilar hafi hagnast á viðskiptum."
Á hinu kynni að verða stutt bið að einhverjir af bankaræningjunum yrðu andvaka.
Höfundur er fv. form. Frjálslynda flokksins."
Síðan var Icelandair tekið yfir...þeir komnir í FL group og Straum Burðaráss o.fl. skemmtilegt....Er það ekki einsdæmi í hinum vestræna heimi að sjálfur viðskiptaráðherra hætti störfum og taki þátt í einkavæðingu sinnar eigin ríkisstjórnar - og nái á innan við 5 árum nokkur hundruð þúsund milljónum til sinna manna og stýri núna einum öflugasta fjárfestingarhóp landsins ??? Er ekki timabært að rifja aðeins upp hverjir tilheyra þessum hóp manna sem undir forystu fyrrum viðskiptaráðherra Íslands eru orðnir meðal auðugustu manna Íslands....og það á vel innan við 5 árum ???
"Ísland er best í heimi.......við eigum öll skilið að fá Thule !"
Kv.
JS