ER HÆGT AÐ TREYSTA FJÁRMÁLA-EFTIRLITINU?
Á heimasíðu Fjármálaeftirlitisins http://www.fme.is má lesa eftirfarandi frétt frá 14.08.2008. Um er að ræða niðurstöðu um að allir þrír stærstu bankar íslensku þjóðarinnar standist álagspróf Fjðármálaefirlitisins. Ekki líða nema nokkrar vikur að þeir eru rjúkandi rústir. Var byggt á röngum upplýsingum og hvers vegna? Er unnt að treysta Fjármálaeftirlitinu að stýra efnahagsmálum þjóðarinnar þegar það kemst að þessari kolröngu niðurstöðu? Meðfylgjandi er fréttatilkynningin: 14.08.2008 Íslensku bankarnir standast álagspróf FME Fjórir stærstu viðskiptabankarnir standast allir álagspróf Fjármálaeftirlitsins sem eftirlitið framkvæmir með reglubundnum hætti. Álagsprófið gerir ráð fyrir að fjármálafyrirtæki standist samtímis áföll í formi tiltekinnar lækkunar á hlutabréfum, markaðsskuldabréfum, vaxtafrystum/virðisrýrðum útlánum og fullnustueignum og áhrifa af lækkun á gengi íslensku krónunnar án þess að eiginfjárhlutfallið fari niður fyrir lögboðið lágmark. Vakin er athygli á að álagsprófið miðast við stöðuna á viðkomandi tímapunkti. Eiginfjárhlutföll bankanna í lok annars ársfjórðungs 2008 endurspegla þegar áhrif af óróa á fjármálamörkuðum á seinni hluta ársins 2007 og fyrri hluta þessa árs, þ.e. áður en áhrifin af álagsprófinu eru reiknuð. Til viðbótar hinu formlega álagsprófi framkvæmir Fjármálaeftirlitið ýmis álagspróf eftir því sem ástæða þykir til. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME: "Niðurstöður álagsprófsins sýna að eiginfjárstaða bankanna er sterk og getur þolað töluverð áföll. Stjórnendur og hluthafar bankanna þurfa að leggja áherslu á að viðhalda sterkri eiginfjárstöðu og jafnvel efla hana, en eiginfjárþörfina þarf reglulega að endurmeta með hliðsjón af mismunandi áhættuþáttum í rekstri og stefnu hvers fyrirtækis." Heildarniðurstaða framangreindra álagsprófa er eftirfarandi m.v. lok júní 2008: Sjá: http://www.fme.is/?PageID=576&NewsID=303
Guðjón Jensson