EVRÓPURÁÐIÐ TEKUR UNDIR KRÖFU UM AÐ JULIAN ASSANGE VERÐI LÁTINN LAUS
Í ályktun þings Evrópuráðsins sem kom saman í Strassborg í síðustu viku er tekið undir staðhæfingar og kröfur í rannsóknarskýrslu Sameinuðu þjóðanna varðandi Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Hann á yfir höfði sér framsal frá Bretlandi til Bandaríkjanna þar sem hans bíða ákærur sem auglóst er að myndu leiða til áratuga fangavistar ef bandarísk yfirvöld fá sínu framgengt.
Þing Evrópuráðsins krefst þess að komið verið í veg fyrir framsal til BNA og að Julian Assange verði tafarlaust látinn laus.
Frelsisvipting og málaferli á hendur Julian Assange sé hættulegt fordæmi hvað varðar réttindi frjálsrar fréttamennsku: “… the detention and criminal prosecution of Mr Julian Assange sets a dangerous precedent for journalists, and join(s) the recommendation of the UN Special Rapporteur on Torture and Other Cruel, Inhuman or Degrading Treatment or Punishment who declared, on 1 November 2019, that Mr Assange's extradition to the United States must be barred and that he must be promptly released…”
Hér er ályktun þingsins í heild sinni en tilvitnunin að ofan er úr lið 6.2: http://assembly.coe.int/nw/xml/XRef/Xref-XML2HTML-en.asp?fileid=28508&lang=en&fbclid=IwAR3nkkIAolkAFLwd2ugMc4xqFqbYype0P-twIblcVYK7UZt7yKVH3BbeKzQ