FEGURÐ
13.11.2011
Reynum nú að vera ofurlítið jákvæð í þessu Grímsstaðamáli. Hið kínverska ljóðskáld hefur orðið fyrir áhrifum af mikilli fegurð hérlendis. Bergnuminn er hann tilbúinn að hætta nokkru fjármagni til þess að geta notið hennar til fulls. Sem Samfylkingarmaður hlýt ég að sjá málið í þessu ljósi. Ég reikna fastlega með að Huang Nubo hafi þegar ort ljóð um íslenska ráðamenn sem minna svo á fegurð íslenska vatnsins. Svo tært, svo glært. Þannig fegurð er tilvalið að virkja.
Sigurjón Mýrdal