Fara í efni

FÉLAGI KVADDUR

Albert Kristinsson
Albert Kristinsson
Á morgun fer fram í Hafnarfirði útför Alberts J. Kristinssonar. Hann var varaformaður BSRB þegar ég steig inn á vettvang þeirra góðu samtaka í byrjun níunda áratugar síðastu aldar sem formaður Starfsmannafélags Sjónvarps og varamaður í stjórn  bandalagsins.
Albert J. Kristinsson verður þeim sem honum kynntust eftirminnilegur fyrir tvennt, höfðinglega framkomu og fas og málflutning sem einkenndist af rökvísi og kurteisi.
Hann var enginn hávaðamáður en á hann var hlustað.
Ekki vorum við Albert pólitískir samherjar en samherjar vorum við hins vegar á vettvangi kjara- og réttindabaráttu og alla tíð leit ég upp til hans sem góðrar fyrirmyndar. Gjarnan hefðí ég viljað fylgja þessum gamla félaga mínum hinsta spöliinn en af því getur hins vegar ekki orðið. Fjölskyldu hans færi ég samúðrkveðjur