Fjármálaráðherra vill gerast jólasveinn
Á Pressukvöldi Sjónvarps í kvöld sat Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, fyrir svörum. Margt jákvætt kvað Geir vera nú í stöðunni. Til dæmis væri lítil þensla. Því væri að þakka að fleiri útlendingar væru að störfum í Kárarahnjúkum en búist hafði verið við. Landsmenn hlýtur að hafa sett hljóða við þessa yfirlýsingu. Því hafði nefnilega verið lofað að 80% starfsmanna við Kárahnjúka yrðu Ísendingar en 20% útlendingar. Nú er þetta hlutfall hins vegar öfugt og fjármálaráðherrann fagnar því ákaft. Hvers vegna? Væntanlega vegna þess að hinir aðkomnu verkamenn eru á slíkum afarkjörum að þeir hleypa ekki upp íslensku launaskriði og valda þar með ekki þenslu. Þetta finnst ráðherranum hið besta mál og man greinlega lítið eftir þeim þúsundum landsmanna sem eru atvinnulausir en hafði verði lofað gulli og grænum skólgum þegar Impregilo og fylgifiskar kæmu til landsins í allra sinni dýrð.
Í þættinum var rætt um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna og hvernig þeir stæðu. Rætt var um erfiða stöðu. Okkur var því miður ekki sagt hvers vegna svokölluð B-deild Llífeyrsissjóðs starfsmana ríkisins býr við halla og ekki var heldur greint frá því að A-deild sjóðsins, þar sem allar nýráðningar hafa farið inn frá ársbyrjun 1997 – stendur betur en nokkur annar lífeyrissjóður í landinu vegna skynsamlegra fjárfestinga. Ástaðan fyrir slæmri stöðu B-deildarinnar er sú að áratugum saman var hún notuð sem kista þar sem sótt var vaxtalaust lánsfjármagn fyrir ríkið. Auk þess niðurgreiddi sjóðurinn almannatryggingakerfið. Þessu hættir mönnum til að gleyma á góðri stundu!.
Sem betur fer var Geir H Haarde, fjármálaráðherra, sem segist ætla að koma færandi hendi eins og jólasveinnin, með skattalækkanir í vor spurður um hvar hann ætlaði að skera niður. Heldur varð honum svarafátt. Sagði að ekki stæði til að gera það!!
Maður verður hálf hvumsa við óskammfeilnina af hálfu fjármálaráðherra, fulltrúa ríkisstjórnar sem er að flæma hundruð manna úr starfi á stærsta sjúkrahúsi landsins, skerða þjónustu við bráðveikt og fatlað fólk, með niðurskurði, allt til að búa í haginn fyrir skattalækkanir vorsins. Nei, á Pressukvöldi brosa menn sínu blíðasta og segja að alls ekki standi til að skera niður. Ekkert sé fjær sanni!!!
Mér býður hins vegar í grun að í augum þess fólks sem þegar hefur fundið fyrir niðurskurðarsveðju ríkisstjórnarinnar og kemur til með að gera það á komandi mánuðum, verði Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, sjálfskipaður velgjörðarmaður launafólks á Pressukvöldi í kvöld, jólasveinninn sem aldrei kom.