Fara í efni

FJÖLGAR Í STRÆTÓSKÝLUNUM

Sæl Ögmundur.
Merkilegir þessir menn sem allt í einu eru farnir að raða sér upp í strætóskýlunum, og athyglisvert hverjum er ekki stillt upp. Bjarni Benediktsson er orðinn hluti af okkur sem tökum strætó í Reykjavík. Sama er að segja um félaga hans, Illuga Gunnarsson, sem hoggið hefur á báðar hendur undanfarið til að gera veg foringjans sem mestan. Þarna eru hins vegar engin Þorgerður Katrín og enginn Guðlaugur Þór. Ætli það sé vegna þess að þau ferðast ekki í strætó? Annað merkilegt kom fram í dag. Það var hugmynd Sverris Hermannssonar, fyrrv. iðnaðarráðherra, hann velti því fyrir sér hvort ekki mætti setja lög sem gerðu óreiðumenn frjálshyggjunnar burtræka af landinu. Þetta fannst mér góð hugmynd.
Kveðja,
Ólína