FJÖLMIÐLAR SOFA Á MEÐAN ÞINGMENN LEGGJA TIL AÐ ÁTVR HEFJI SÖLU Á EITULYFJUM!
Ég er hjartanlega sammála Jóel A. í bréfi hans til þessarar síðu þar sem hann furðar sig á umræðunni um áfengismálin á Alþingi og hve nýju flokkarnir, sérstaklega Píratar, skilgreina frelsi sem verslunarfrelsi! En ekki frelsi okkar og valmöguleikar, því ljóst er að nýtt fyrirkomulag mun draga úr úrvali víntegunda á boðstólum!
En ég furða mig þó meira á sofandahætti fjölmiðla. Heiða Helgadóttir frá Bjartri framatíð talaði um áfengi sem eitur, en ef ríkið eigi að höndla með það yfirhöfuð, þá eigi ríkið einnig að selja annað dóp! Þetta sagði Heiða Helgadóttir frá Bjartri framtíð án þess að blikna. Íþróttamaðurinn Willum Þór úr Framsókn, steig að þessum orðum sögðum, í pontu og tók undir með Heiðu, sem flutt hefði „ærlega" ræðu.
Fjölmiðlar taka þetta fólk greinilega ekki alvarlega því þetta vekur engin viðbrögð!
Einhvern tímann hefði það þó gerst!
Kannski taka fjölmiðlar ekki sjálfa sig heldur alvarlega. En hafa þeir ekki einhverjar skyldur við hlustendur og lesendur að segja okkur þegar kjörnir fulltrúar Á Alþingi leggja til að ÁTVR hefji sölu á eitulyfjum ef ekki nær fram að ganga frumvarp sem bannar ríkinu að koma nálægt áfengissölu og að salan verði alfarið færð inn í matvöruverslanir?
Jóhannes Gr. Jónsson