Fara í efni

FÓLK EÐA FJÁRMAGN?

Björk sagði í Kastljósi kvöldsins að á endanum ætti það að vera þjóðin sem tæki ákvörðun um auðlindir sínar og ráðstöfun þeirra. Sama sagði Guðfríður Lilja Grétarsdóttir , alþingiskona, í pistli sem hún reit á Smuguna  í dag: „ ... Um það bil tíundi hluti kosningabærra manna hefur þegar krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál og eignarhald á orkuauðlindum þjóðarinnar. Þetta er eðlileg krafa og víst er að slíkar raddir eigi eftir að rísa mun hærra ef ekki er staðið við gefin fyrirheit í Magma- málinu..."
Tilefni skrifa Guðfríðar Lilju á Smugunni og komu þeirra, Bjarkar, Oddnýjar Eirar Ævarsdóttur og Jóns Þórissonar  í Kastlljós,  gef ég mér að hafi verið frágangur á samningi við Magma Energy sem ég hélt að hefði verið settur á ís.
Nei, forstjórinn kom í fjölmiðla í gær og sagði að ekki hefði verið hægt að bíða lengur eftir stjórnvöldum! Það er eðlilegt að spurt sé, eins og Guðfríður Lilja gerði í pistli sínum, hver ættti að ráða á  Íslandi, fjármagnið eða fólkið. (http://www.smugan.is/pistlar/penninn/gudfridur-lilja-gretarsdottir/nr/3744
Sannast sagna hélt ég að ósvífin framganga Magma forstjórans myndi fleyta honum inn á forsíður blaða í dag. Svo var ekki. Engan heyrði ég spyrja ríkisstjórnina. Kannski þarf aðra hrunskýrslu.
En ég segi bara takk, Kastljós fyrir að leyfa okkur að heyra raddir fólksins.  Mín tilfinning er einmitt sú sú, að aðstandendur orkuaudlindir.is séu að tala máli þorra fólks á Íslandi.
Ég er sannfærður um að nánast öll einkavæðing undangenginna ára var í óþökk þjóðarinnar. Stjórnmálamenn og flokkar smjaðurmæltu sig inn í vitund kjósenda fyrir hverjar kosningar án þess að minnast á áform sín. Síðan gátu þeir stólað á flygsipekt eða leti fjölmiðlaheimsins, nema hvort tveggja hafi verið.
http://orkuaudlindir.is/