FORDÆMIS-GEFANDI?
25.08.2009
Hr Ögmundur jónasson, Ráðherra fyrir Ísland. Það er athyglivert að í öllu Icesave fárinu hefur enginn vakið athygli á gömlu skuldamáli Evrópuþjóða við Bandaríkin, en þá á ég við stríðsskuldir stóru Evrópuríkjanna við Bandaríkin eftir síðari heimsstyrjöldina sem þau neituðu að greiða. Þetta olli miklum sárindum í samskiptum þessara þjóða, en Rússland var eina landið sem samþykkti að greiða hluta af skuldum sínum. Takið eftir, hluta af skuldunum. Eflaust eru einhverjir sem þekkja vel til þessara hluta, en tvímælalaust er þetta sambærilegt við þær fjárhagslegu hamfarir sem dunið hafa yfir Íslensku þjóðina. Þetta má lesa í ævisögu Roosevelts Bandaríkjaforseta eftir Emil Ludwig. Þetta mál gæti verið fordæmisgefandi.
Sigþór Guðmundsson