FORÐAST RÖKRÆÐUR?
Ögmundur. Þú sneiðir fram hjá því að rökræða efnislega um gagnrýni mína og gerir lítið úr henni, en reynir persónulega að bera af þér sakir um þjónkun og undirlægjuhátt við esb valdið ! Ekki stórmennskulegt !
Gunnlaugur Ingvarsson
Á þessari síðu og í ræðu og riti annars staðar hef ég rækilega gert grein fyrir mínum sjónarmiðum. Aldrei vikist undan því að skýra þau. Ég er ekki uppi með neina sýndarmennsku þegar ég lýsi andstöðu við aðild Íslands að ESB en jafnframt viljað lýðræðilega aðkomu að málinu. Þú kannt að vera á öndverðum meiði við mig að einhverju leyti um hvernig bera eigi sig að og ekkert nema gott um það að segja. Alla vega hef ég enga löngun til að hafa í heitingum við þig á nokkurn hátt. Ég er alls ekki að gera lítið úr þinni gagnrýni þegar ég ber af mér sakir.
Kv.,
Ögmundur