Fara í efni

FRÁ GREININGARDEILD GÖTUNNAR

Sæll kæri Ögmundur.
Á mánudögum er mjög algengt að íslenzkir alþýðumenn heimsæki fisksala borgarinnar og fái sér ýsu, kartöflur og hamsa. Á slíkum vettvangi tekst oft vel að fanga það andrúmsloft sem samfélagið er hverju sinni að endurspegla. Í fiskbúðinni hjá mér undanfarnar vikur hefur það glöggt komið fram að veltur fólks um vanga hafa verið á þann veg að styttra sé í kosningar en lengra. Svo virðist sem greiningardeild götunnar byggi á forsendum sem samanstanda af tilfinningalegu skynmati, sem oftar en ekki virðist skila rökhyggjunni mun síður útþynntri heldur en greining hinna lærðu. Ljóst er að framundan eru þingleg átök um málefni er eiga eftir að hafa með að gera bæði afkomu þjóðarinnar svo og líftíma sitjandi stjórnar. Að lokum segi ég nú bara eins og einn góður og gamall sagði; ég legg til að Samfylkingin verði lögð í salt....
Kveðja,
Óskar K Guðmundsson, fisksali