Fara í efni

FRÁBÆR FUNDUR!

Ögmundur Jónasson á miklar þakkir skildar fyrir frábæran fund í dag um framtíð Kúrda. Framsögukonurnar tvær, Ebru Günay og Havin Guneser, töluðu mjög skilmerkilega fyrir sósíalisma, lýðræði og kvenréttindum auk þess sem þær sögðu frá blóðugum ofsóknum tyrkneska ríkisins gagnvart Kúrdum og leiðtoga PKK, Abdullah Öcalan, sem hefur verið fangelsaður í einangrun síðan árið 1999.
Eitt af því áhugaverðasta við frelsishreyfingu Kúrda, eins og Havin Guneser lýsti henni, er hvernig hún hefur sagt skilið við baráttuna fyrir hefðbundnu þjóðríki og tekið upp nýja áherslu á beint lýðræði, confederalisma og fjölmenningu. Þessar pælingar eru ótrúlega frjóar - en um leið átakanlegt hvernig HDP í Tyrklandi og sjálfstjórnarsvæðin í Sýrlandi hafa þurft að berjast fyrir lífi sínu.
Við getum sýnt þessum hreyfingum stuðning með því að þrýsta á Tyrkland og aðrar ríkisstjórnir að hætta ofsóknum sínum gegn þeim.
Það var nánast fullt út úr dyrum og ánægjulegt að sjá nokkurn fjölda þingmanna á svæðinu, þ.á m. Birgitta Jónsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir.
Viðar Þorsteinsson

Sæll og þakka þér fyrir þetta Viðar. Þú hittir naglann á höfuðið um hvað merkilegt er að gerast með Kúrdum en nálgun þeirra á að mínu mati erindi til heimsins alls! Ég er þér sammála að gott var sjá góða mætingu og þar á meðal af hálfu þingmanna sem sýndu þessu áhuga. Þarna kom Lilja Alfreðsdóttir auk þeirra þingmanna sem þú nefdir að ógleymdum fyrrverandi þingm. Þannig var ánægjulegt að sjá Össur á fundinum og að sjlálfsögðu öll hin sem sóttu hann. Þitt framlag var hnitmiðað og gott!
Ögmundur