Fara í efni

FRÁLEITT AÐ STÖÐVA LANDSDÓM!

Landsdómur er ekki hefðbundinn glæpamannadómstóll eins margir virðast álíta. Landsdómi má rétt eins líkja við sjópróf. Þegar alvarlegur atburður gerist úti á sjó er það rannsakað fyrir dómi þar sem skipstjórinn og aðrir sem að málinu koma eru kallaðir til upplýsinga og ábyrgðar. Komist er að því hvort skipstjórinn eða aðrir hafi gert mistök eða sýnt af sér vanrækslu. Þjóðarskútan strandaði og það er afar mikilvægt að öllum hliðum þess máls sé velt upp fyrir Landsdómi. Þjóðin á heimtingu á því og aðeins þannig getur hún dregið skynsamlegan lærdóm af hruninu, framtíðarinnar vegna.
Þú Ögmundur hefur gefið í skyn að þú ætlir að styðja Sjálfstæðisflokkinn í því að stöðva Landsdóm. Það finnst mér bæði óskiljanlegt og fráleitt af VG-þingmanni. Þú virðist vera í einhverju prívatstríði við formann VG og poppar upp við hlið stjórnarandstöðunnar í hverjum hanaslagnum eftir öðrum. Er ekki kominn tími til að þú viðurkennir að Steingrímur er foringinn og hefur umtalsvert meira til brunns að bera en þú.
Pétur Kristjánsson