FRAMSÓKN AFSKRIFUÐ Í REYKJAVÍK AF EIGIN MÖNNUM
Sæll og blessaður Ögmundur.
Einn þriggja hörðustu framsóknarbloggaranna og sá sem er nánast tengdur forystumönnum Framsóknarflokksins fyrr og nú fjallar sem fyrr um VG í nýlegum bloggpistli sínum. Efnið er Framtíðarlandið og leið þeirra til að fá alþingismenn til að gera samning við sig fyrir hönd landsins. Þar er greint frá því hverjir hafi skrifað uppá hjá Framtíðarlandinu og vakin sérstök áhersla á umhverfisráðherranum með þessum orðum “Mér sýnist Jónína Bjartmars vera eini þingmaður eða þingmannsefni stjórnarflokkanna sem skráð hefur sig á listann.” Það er yfirlýsingin um að Jónína sé bara þingmannsefni sem farið hefur fyrir brjóstið á stuðningsmönnum hennar heyri ég. Finnst sumum kveðjan köld enda hefur Framsókn staðið sig heldur skár í kjördæminu þar sem Jónína býður sig fram en t.d. formaður flokksins þótt bæði séu úti samkvæmt vönduðum og minna vönduðum skoðanakönnunum og langt frá því að ná inn. Svona læðist uppgjöfin smám saman inn í kosningaáróðurinn. Í venjulegu ári hefði alls ekki þurft að bæta við “eða þingmannsefni stjórnarflokkanna” um umhverfisráðherrann. Hugtakið þingmannsefni stjórnarflokkanna er svo enn ein vísbendingin um að Finnur og félagar fari enn með stjórn Framsóknarflokksins þótt ekki séu þeir kosnir til þess. Klíkan sem rær nú lífróðri til að reyna að framlengja lífi ríkisstjórnarinnar, enda voru þeir búralegir í bílnum þegar þeir náðu Búnaðarbankanum til sín í helmingaskiptum stjórnarflokkanna. Varst það ekki þú Ögmundur sem birtir myndina góðu frá þeim gjörningi.
Bestur kveðjur,
Þór
Þakka þér bréfið Þór. Jú, myndin er reyndar ættuð úr Morgunblaðinu en hefur ratað inn á þessa upphaflega tilnefnd af lesanda sem mynd ársins árið 2002, sjá tilvísanir HÉR.
Kv.
Ögmundur