Framsókn prangað inn á þjóðina
Ég var að hlusta á Útvarp Sögu í morgun þar sem þið Guðjón Ólafur Jónsson, varaþingmaður Framsóknarflokksins, ræddust við. Þetta var ágæt umræða og hin rólegasta þar til undir lokin, að kosningabaráttuna sl. vor bar á góma. Ég er hjartanlega sammála því sem þú sagðir að það er kraftaverki næst hvernig Framsóknarflokkurinn komst frá síðustu kosningum. Auðvitað sýndi hann fullkomið siðleysi, þvílík ósannindi voru borin á borð fyrir kjósendur. Það breytir ekki hinu að þarna sannaðist að mikill er máttur auglýsingarinnar. Fyrst þegar sagt var frá því í sumar, að Framsóknarflokkurinn hefði unnið til aquglýsingaverðlauna fyrir kosningabaráttuna, þótti mér það vera hin mesta háðung. Svo finnst mér reyndar enn. En hitt kann að vera ásæða fyrir auglýsingastofur að verðaluna og það er að með auglýsingum skyldi takast að pranga þessum flokki að nýju inn á þjóðina. Auglýsingarnar voru að vísu ekkert í ætt við "söluvöruna", þ.e. sjálft innihaldið, og því ekki virðingarverðar í þeim skilningi. En fyrir þá sem ekki spyrja um siðferðið heldur aðeins um árangur, þá skýrir þetta gengi Framsóknar í kosningunumog í framhaldinu hina makalausu verðlaunaveitingu.
Með kveðju,
Sunna Sara