Fara í efni

FRÉTTABLAÐIÐ: SEÐLABANKASTJÓRI SEGIR FÓLK SÉ FARIÐ AÐ SKILJA VERÐBÓLGU

Vanhæfni sína víst má dylja
vaxtaokrið leiðir hann
Ómenntaðir menn þó skilja
að minna en lítið kann.

Hann öfugmæla vísur virðir
um verkalýðsins auma hag
Fyrir velferðina víst nú girðir
Því vaxtaokur er hans fag.

Nú er stund að standa við
öll stóru orðin Geiri
Helst nú þolir það enga bið
Þarftu orðin fleiri.

Alla daga nú bænir bið
að bölvað okrið hætti
Og ég fái loks sálar frið
frá vaxtaokurs þætti.

Þá verður kátt í kotinu
Þá kærlega ég þakka
þá birtir brátt í slotinu
þá mun í mér hlakka.

 Höf. Pétur Hraunfjörð.