FRIÐARÁKALL KÚRDA
Síðastliðinn miðvikudag og fimmtudag sat ég ráðstefnu í Brussel um málefni Kúrda. Þetta var 13. ráðstefna sinnar tegundar íBrussel um málefnið en að henni stóðu stuðningssamtök Kúrda ásamt Vinstri-sósíalistum, Sósíal-demókrötum og Græningjum á þingi Evrópusambandsins. Mér hafði verið boðið sérstaklega til þessa fundar og flutti ég þar ávarp.
Ég hafði ráðgert að segja ítarlega frá ráðstefnunni og því sem þar kom fram en í ljósi hryðjuverkaárasarinnar í Istanbul um helgina þar sem 39 létu lífið og 154 særðust illa, læt ég, að sinni alla vega, sitja við það eitt að leggja áherslu á að upp úr hverjum einasta manni á ráðstefnunni - og þarna voru margir helstu forystmenn Kúrda - stóð stuðningur við friðsamlegar lausnir.
Í kjölfar hryðjuverkanna sem haðrlínusamtök Kúrda hafa lýst ábyrgð á, var enn hert á ofsóknum tyrkneskra stjórnvalda á hendur Kúrdum. Sama fólkið og sat ráðstefnuna, altént skoðansystkini þess, bræður og systur í friðarandanum, er nú hneppt í fangelsisfjötra. Þetta kemur ofan á fjöldafangelsanir Kúrda á undanförnum mánuðum. Áróður tyrknesku stjórnarinnar gengur nú allur út á setja alla Kúrda undir sama hatt. Einn morðingi úr þeirra röðum og þá skulu þeir allir morðingjar heita.
Tyrknesk stjórnvöld láta í veðri vaka að HDP flokkurinn, flokkur Kúrda á þingi og stuðningsfólk hans, styðji ofbeldisárásir.
Annar tveggja formanna flokksins sem - að sjálfsögðu - situr í fangelsi, sendi frá sér eftirfarandi orðsendingu í gær. Ég birti hana hér á ensku en inntakið er friðarákall og fordæming á ofbeldisverkum:
We should not abandon our claim for peace
I condemn in the strongest terms the atrocious massacre that took place in Istanbul Saturday. I wish God's mercy upon all our people who lost their lives in the attack, and offer my condolences to and wish patience for their relatives. I wish a rapid recovery to all our injured citizens.
I call upon all our society, our people to stand together in hope around opposition to violence, and [feelings of] peace, sisterhood and brotherhood, democracy and freedom.
However difficult our circumstances, we should not abandon our claim for peace, to which we attribute sacred value, and we should not lose our hopes. We must succeed in overcoming this difficult period with solidarity to guide our country out of these turbulent waters.
Selahattin Demirtaş
Peoples' Democratic Part Co-Chair
12 December 2016
Hér er síðan yfirlýsing frá flokknum í svipuðum anda:
We harshly condemn
Following the bomb attack in Istanbul, many families were wrecked with sorrow. We harshly condemn these attacks. We feel a great sadness and share the pain.
We would like to express our condolences for the deceased and wish a fast recovery to the wounded, and our deepest sympathy for the families.
Everyone must do their part to end this pain and prevent new ones from happening.
Turkey should become an exemplary country in the name of peace, democracy and human rights both in domestic and foreign politics and more importantly should become a political actor.
It is necessary to immediately end the politics, language and tone that produce more tension, polarization, hostility and conflict.
We once more would like to express our condolences for the deceased and our sympathies for the whole society.
Peoples' Democratic Party
Central Executive Committee
11 December 2016