Fara í efni

FRÓÐLEGT MÁLÞING UM FRÉTTAMENNSKU

Málþing Málfresls um framtíð fjölmiðla sem haldið var í sal Þjóðminjasafnsins síðastliðinn laugardag fór fram fyrir fullu húsi og þótti vel heppnað. Svala Magnea Ásdísardóttir, formaður Máfrelsis setti málþingið með inngangsræðu en auk hennar voru frummælendur Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, Birgir Guðmundsson, prófessor við Háskólann á Akureyri og Tjörvi Schiöth, sagnfræðingur. Ég hafði hlutverk fundarstjóra.
Tækifæri gafst til samræðna við áheyrendur og var það mál manna að erindin og samræðurnar hefðu verið fróðlegar og gefandi.

Í stað þess að rekja hér hvað fram kom á fundinum vísa ég á slóð á tímaritinu Krossgötur sem er málgagn Málfrelsisfélagsins þar sem sjá má frásögn af fundinum og slóð á sjálfan fundinn:

https://krossgotur.is/myndband-framtid-frettamennskunnar-vidburdur-i-thjodminjasafninu-11-januar/

-------------

Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.