FROSTI GÁRAR VATNIÐ
04.04.2015
Mig langar til að hrósa þér fyrir grein þína um Frosta Sigurjónsson. Maður á ekki að venjast því að stjórnmálamenn tali vel um aðra stjórnmálamenn, að ekki sé minnst á ef þeir koma úr öðrum flokkum. það er greinilegt að Frosti gárar vatnið víðar en hér, sbr. t.d., http://www.visir.is/fyrrverandi-hagfraedingur-hja-sedlabanka-bandarikjanna-segir-hugmyndir-frosta-soveskar/article/2015150409695
Þetta segir mér að Frosti hefur hreyft við kerfinu og einsog þú segir Ögmundur, þá er hann að vísa veginn inn í umræðu nánustu framtíðar þar sem reynt verður að koma böndum á sjálfala bankakerfi sem oftar en ekki vinnur gegn almannahag.
Framsóknarmaður af eldgamla skólanum, kannski að komast í tísku aftur