FRUMKVÆÐIÐ HJÁ VG - HINIR ELTA
Það er athyglisvert hvernig örflokkarnir tveir í Reykjavík, Frjálslyndir og Exbé – listinn, hræðast framboð Vinstri grænna í Reykjavík. Leiðtogar þessara örflokka virðast ekki ná eyrum kjósenda líkt og glæsilegur leiðtogi VG, Svandís Svavarsdóttir sem hefur veitt Vilhjálmi og Degi harða keppni. Svandís hefur náð að leggja línurnar í kosningabaráttunni og haft algjört frumkvæði í umræðum um menntamál, umhverfismál og skipulagsmál. Hinir flokkarnir elta svo VG, Dagur er farinn að tala um gjaldfrjálsan leikskóla, Vilhjálmur um flugvöll á Hólmsheiði og allir flokkarnir þykjast vera umhverfissinnaðir. Spurningin er bara hversu trúverðugir þeir eru: Hver trúir því að Óskar Bergsson á sínum Hömmer parkerandi í fatlaðra stæði hægri og vinstri sé besti vinur umhverfisins? Mér finnst samt alvarlegra mál hvernig Framsóknarmenn reyna nú í örvæntingu að varpa rýrð á valinkunna embættismann sem hafa unnið að stefnumótun varðandi nýjan flugvöll á Hólmsheiði. Þar á meðal Helgi Hallgrímsson, fyrrverandi vegamálastjóri, en sonur hans er einmitt einn af helstu hugmyndasmiðum á bak við kosningaherferð Samfylkingarinnar. Er ekki kominn tími til að Samfylkingin taki sér stöðu við hlið ábyrgra flokka í þessu máli og kveði niður róginn um vegamálstjórann og aðra sem hafa unnið að vandaðri stefnumótun í þessu máli?
Steini H.