FULLVELDIÐ OG UTANRÍKISMÁLIN
Þú spyrð hvort við hefðum sætt okkur við að Danir færu með okkar utanríkismál. Það vantar illilega aftanvið setninguna. Danir fóru með utanríkismál Íslendinga í umboði Alþingis. ÖLL mál voru í höndum Alþingis með tilkomu fullveldis (Suverænitet på dansk) og er meira en sjálfstæði. Utanríkisstefna Íslendinga varð 1918 hlutleysisstefna um ALLA FRAMTÍÐ. Henni skyldi framfylgt af UTANRÍKISÞJÓNUSTU DANA - hún var ekki ákvörðunaratriði dansks utanríkisráðherra. Sendiráð Dana urðu frá 1. des. jafnframt Sendiráð Konungsríkisins Íslands og báru tvo skjaldamerkisskildi. Ég spyr hins vegar hvað hefði getað gerst 1920 ef Danmörk hefði lagt af konungsríkið og stofnað lýðveldi. Þá hefðum við sennilega getað verið lausir allra mála? Fullveldissamningurinn tók mið af því fyrirkomulagi sem ríkir enn í samskiptum bresku krúnunnar við Kanada, Nýja Sjáland og Ástralíu.
Borgþór