FUNDAÐ UM MANNRÉTTINDI Í TYRKLANDI
Þessa dagana er ég staddur í Tyrklandi að afla upplýsinga um mannréttindi í Tyrklandi í sömu erindagjörðum og ég hef gert nokkrum sinnum áður. Með mér í för eru Laura Castel sem á sæti á spænska þinginu og er jafnframt þingmaður á þingi Evrópuráðsins svo og Denis O´Hara, prófessor í félagsfræði við El Paso háskólann í Texas í Bandaríkjunum. Við munum birta niðurstöður okkar á fréttamnnafundi í Safnahúsinu við Hverfigötu í Reykjavík næstkomandi miðvikudag klukkan 11 en þá bætist í hópinn Havin Guneser sem stendur framarlega í mannréttindabaráttu Kúrda.
Í þessari för til Tyrklands höfum við þegar átt fundi með fulltrúum fjölda mannréttindasamtaka og einnig lögfræðingateymi Abdullah Öcalan leiðtoga Kúrda sem setið hefur í einangrunarfengelsi í nær aldarfjórðung og hefur einagrun hans verið alger síðustu tvö árin. Frá þessu öllu munum við greina á fréttamannafundinum í næstu viku en hann verður einnig opinn amenningi.