FYRIR ÞÁ SEM NENNA
Ég fylgdist með Jóhanni Haukssyni blaðamanni, í Silfri Egils sl. sunnudag. Hann var orðljótur í þinn garð eins og hann hefur verið í skrifum sínum að undanförnu. Jóhann vildi láta okkur trúa því að hann væri að verja málstað vinstri sinnaðs fólks og vinstri stjórnar! Ekki talaði hann fyrir mig og er ég þó vinstri sinni. Það sem mér þótti merkilegast við ræðuhöld Jóhanns var hvað hann sagði þegar hann var búinn með hrakyrðum sínum um þig að afskrifa stjórn Samfylkingar og VG. Þá minnti hann á að einhver stjórn yrði að vera í landinu - og skyldi ég það ekki betur en svo að honum þætti þá í lagi að hafa Íhaldið með Samfó! Kannski var ég að misskilja eitthvað, en hér er slóðin fyrir þá sem nenna að leggja á sig að fylgjast með málflutningi Jóhanns Haukssonar. http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4472537/2009/10/11/
Jóel A.