Fara í efni

FYRST TÓKUM VIÐ KVÓTANN, SÍÐAN BANKANA OG SVO LÍFEYRISSJÓÐINA...


Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands og sérlegur hugmyndafræðingur Sjálfstæðisflokksins um árabil, er holdgervingur öfgafrjálshyggjunnar sem riðið hefur húsum á Íslandi með þeim hrikalegu afleiðingum sem nú blasa við.

Meðfylgjandi er ársgamalt viðtal við Hannes  Hólmstein úr þættinum Ísland í dag á Stöð 2. Bernsk trú Hannesar á ágæti markaðshyggjunnar  skín í gegn þegar hann í ákafa sínum hvetur til þess að menn gefi betur í og haldi enn lengra út í braskheiminn.  Vegferðinni lýsir Hannes Hólmsteinn hins vegar prýðilega. Fyrst var óveiddur fiskur gerður að verslunarvöru, að „eign" sem hægt var að veðsetja og braska með, síðan voru bankarnir teknir úr höndum almennings og fengnir í hendur ævintýramönnum og síðan var farið að setja lífeyrissparnað landsmanna inn í þessa hít. Þetta er hárrétt hjá Hannesi og víti til varnaðar eins og á reyndar við um málflutning hans að öðru leyti.
Þetta stutta viðtal ætti að verða skyldu námsefni  í hagfræðideildum skólanna næstu árin.
http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=&programID=b2fab606-e8f9-4500-a4d9-15008d8978da&mediaSourceID=4b8342d2-6d57-4144-8b62-3d3067588513