Fara í efni

GAMAN AÐ KYNNAST LISTSKÖPUN

Sæll Ögmundur,
Gott er að vekja athygli á starfi listakvennanna góðu á Korpúlfsstöðum og hve gaman er að heimsækja þær í vinnustofur þeirra.Tilvalið afa- og ömmuverkefni um helgar! Skemmtilegt og fróðelgt fyrir alla, unga sem aldna að kynnast listsköpun.
Annars má heita ótrúlegt hve fátt er á boðstólum fyrir fjölskylduna. Þegar búið er að fara hundrað sinnum í Húsdýragarðinn, þá er bara IKEA eftir því mér skilst að bannað sé að gefa öndunum á Tjörninni.
Í afþreyingu fyrir fjölskylduna hefði ég haldið að væru mikilr ónýttir möglueikar því eftirspurnin er ótvíræð. Þannig að ég auglýsi eftir framboði.
Að vísu má ekki gleyma því að margir krakkar sækja íþróttanámskeið og tónlistarnám en þörf er engu að síður á  afþreyingu. Þetta á helst ekki að kosta neitt því það versta sem hugsast getur er að mismuna börnum eftir efnahag!
Sunna Sara