Fara í efni

GENGISTRYGGÐA INNLÁNSREIKNINGA MEÐ 5,5% VÖXTUM?

Blessaður Ögmundur.
Hafsteinn ritar grein til umhugsunar á vefsíðu þinni. Hann nefnir þar svokallaða Icesave reikninga og samkomulag, sem er í burðarliðnum vegna skuldbindinga sem íslensk þjóð er talin þurfa að standa undir. Af því þú situr í ríkisstjórn, sem vélar um þetta samkomulag og vaxtakjör, langar mig að spyrja þig: Hefur komið til greina að stofna innlánsreikninga, fyrir íslenskt alþýðufólk, í ríkisbönkunum þremur sem eru gengistryggðir (eins og Icesave skuldbindingin) og með 5,5 prósenta vöxtum? Eða: Hefur ríkisstjórnin kannað hvort helstu bankasérfræðingar, sem veita henni ráð, myndu leggja til að stofnaðir yrðu reikningar af þessu tagi nú, á Íslandi, til að auka sparnað? Eða: 35 milljarðarnir, sem greiddir verða árlega í vexti af Icesave, verða þeir ekki örugglega greiddir Bretum og Hollendingum í íslenskum krónum (vegna gjaldeyrishaftanna)?
Ólína