GET EKKI KOSIÐ ÞIG VEGNA VERU ÞINNAR Í VG
Sæll Ögmundur.
Þórólfur heiti ég og er orðinn mjög lúinn Íslendingur á spilltu þjóðfélagi. Kaus VG í síðustu kosningum og get ekki tekið það til baka. Finnst VG ekki hafa staðið við það sem lofað var. Í dag ber ég ekki traust til margra á Þingi og eins og staðan er í dag ert þú í efsta sæti yfir fólk ekki þingflokk sem ég treysti. Maður sem lætur ekki beygja sig of mikið undir flokksræðið. Því miður hefur aldrei verið lýðræði á Íslandi frekar en í öðrum vestrænum löndum, aðeins flokksræði. Þó ég hafi ekkert út á nýjan fjármálaráðherra að setja að þá var hann ekki kosinn af þjóðinni, það flokkast að mínu mati undir einræði eða tvíræði. Það er kannski borinn von að á komist beint lýðræði.
Þar sem þú ert í VG get ég ekki kosið þig aftur og sennilega mun mitt atkvæði detta niður dautt, þar sem ég treysti ekki pólitkusum í dag.
kveðja,
Þórólfur