Fara í efni

GÍTARLEIKARAR Á HEIMSMÆLIKVARÐA

Midnight - Ögm
Midnight - Ögm


Unnendur klassískrar gítartónlistar eiga góða daga framundan því í hönd fer  Midnight Sun Guitar Festival, sem er alþjóðleg gítarhátíð sem mun fara fram í fjórða sinn á Íslandi vikuna 17 - 20 mars 2016. Í fréttatilkynningu segir að listrænir stjórnendur hátíðarinnar séu Ögmundur Þór Jóhannesson og Svanur Vilbergsson. Hátíðin samanstendur af tónleikum, masterklössum og námskeiðum, og eru helstu markmiðin að koma klassíska gítarnum á framfæri hjá nýjum markhópum, efla þekkingu og vöxt hjá nemendum, og að koma Íslandi á kortið á alþjóðlega gítarmarkaðinum."

Hátíðin er haldin í samstarfi við Listaháskóla Íslands og fara allir tónleikar og námskeið fram í sal LHÍ, "Sölvhóll", Sölvhólsgötu 13, 101 Reykjavík:

Tónleikar hátíðarinnar eru eftirfarandi:

17 mars, FIMMTUDAG, kl 20 í Sölvhóli LHÍ: Ögmundur Þór Jóhannesson

18 mars. FÖSTUDAG, kl 20 í Sölvhóli LHÍ: Yvonne Zehner (Þýskaland)

19 mars, LAUGARDAG, kl. 20 í Sölvhóli LHÍ: Tomás Campos Crespo (Spánn)

20. mars, SUNNUDAG, kl. 20 í Sölvhól LHÍ, Ögmundur Þór, Yvonne og Tomás ÖLL SAMAN

20 mars, SUNNUDAG,  kl. 20 í Sölvhóli LHÍ: Galatónleikar hátíðarinnar þar sem nemendur og listamenn hátíðarinnar koma fram.

Ég hvet lesendur síðunnar til að hugleiða að sækja þessa tónleika að öllu eða einhverju leyti!

Þá standa listamennirnir fyrir eftirfarandi námskeiðum:

Tomás Campos Crespo
Föstudagur 18. mars kl. 13 - 18

Yvonne Zehner
Laugardagur 19. mars kl. 13 - 18

Ögmundur Þór Jóhannesson
Sunnudagur 20. mars kl. 9 - 12, auk hópnámskeiðs frá frá kl. 13 - 18

Allar frekari upplýsingar má finna á:

http://midnightsunguitarfestival.weebly.com