GJALDTAKA OG GRIKKLAND Á SÖGU
21.07.2015
Nú síðdegis var ég gestur Péturs Gunnlaugssonar á Útvarpi Sögu og sátum við dágóða stund í spjalli um ýmis efni sem hátt ber í umræðunni þessa dagana. Einkum ræddum við um gjaldtöku á ferðamannastöðum, framvinduna í Grikklandi og innan Evrópusambandsins. Um allt þetta hef ég fjallað nokkuð í blaðagreinum að undanförnu og einnig hér á síðunni en í spjalli okkar reyndum við að fara í saumana á öllum þessum málum. Slóðin á spjall okkar er hér: http://www.utvarpsaga.is/images/eldri/efni/siddegi21715a.mp3