Fara í efni

Glæpur og refsing

Mig langar að spyrja um þitt álit á samráði olífélagana. 1: Finnst þér það hæfileg sekt að olíufélögin borgi 6,5 miljarða í sekt þegar ljóst er að samráðið hefur kostað þjóðina 40 miljarða? 2: Er það ekki almenn krafa að forstjórar og stjórnendur sem eru viðriðnir samráðið verði hnepptir í gæsluvarðhald þar til rannsókn ríkislögreglustjóra er lokið? 3: Hver ætti að vera hæfileg refsing fyrir samráðsglæp sem hefur kostað borgara þessa lands 40 miljarða, þegar hægt er að dæma mann í þriggja mánaða fangelsi fyrir að stela tímariti og oststykki? 4: Er ekki eitthvað mikið að siðferðislega þegar mönnum finnst þetta samráð bara sjálfsagður hlutur og koma umvörpum fram í fjölmiðlum og reyna að bera þetta af sér þrátt fyrir að gögn samkeppnisstofnunar sýni svart á hvítu hvað hefur verið í gangi?
Kveðja.
Hrafnkell Daníelssson.

Ekki kann ég svar við öllum spurningum þínum Hrafnkell. Í stað þess að svara þeim að sinni birti ég bréf þitt okkur öllum til umhugsunar.
Kveðja,
Ögmundur