GLEÐILEG JÓL!
23.12.2010
Ég sendi öllum lesendum síðunnar hjartanlegar jólakveðjur.
Jólin eru annað og meira en nokkrir helgidagar frá vinnu. Jólin eru tími slökunar og samveru fjölskyldu og vina.
Á jólunum eru gefnar gjafir og þykir sumum margir vera stórtækir í kaupum og jafnvel keyra þar úr hófi fram. Eflaust eru þess einhver dæmi. Kannski mörg. En ég skal játa að mér þótti gott að heyra í fréttum nefndar háar tölur um bókaveltuna fyrir þessi jól. Svo var að skilja að þetta yrðu góð bókajól! Það er held ég séríslenskt; að allir kaupi bækur að gefa og síðan séu þær lesnar á jólunum. Enn eru jólin ekki að fullu gengin í garð þegar þetta er skrifað en ég er þegar með Péturspostillu (Gunnarssonar) á borðinu og Þú sem ert á himnum, Úlfars Þormóðssonar er þarna líka og svo bætist við... meira um það síðar. En það sem ég hef þegar lesið lofar góðu!
Aftur að gjöfunum - öðrum en bókum. Einu sinni var með okkur kínverskur maður á jólum. Samstarfsmaður konu minnar. Hann sat í losti á meðan tekið var utan af gjöfunum - við vorum þá mörg í heimili og gestir að auki. Gríðarlegt magn gjafa. Og þarna sat hann þessi gestkomandi maður frá kínverska Alþýðulýðveldinu, agndofa.
En Kínverjinn hugsaði málið og komst að eftirfarandi niðurstöðu. Á jólunum gefa Íslendingar í gjafir það sem þeir ella yrðu að kaupa: Sokka, bindi, úlpur, bolla, skíði, bolta - og bækur. Gott mál sagði Kínverjinn. Og ég er honum sammála. Nytjagjafir á jólum sem auk þess gleðja eru bara til góðs. Bækurnar efla auk þess menninguna, og lyfta andanum. Ekki allar. En vonandi sem flestar.
Gleðileg jól.
Jólin eru annað og meira en nokkrir helgidagar frá vinnu. Jólin eru tími slökunar og samveru fjölskyldu og vina.
Á jólunum eru gefnar gjafir og þykir sumum margir vera stórtækir í kaupum og jafnvel keyra þar úr hófi fram. Eflaust eru þess einhver dæmi. Kannski mörg. En ég skal játa að mér þótti gott að heyra í fréttum nefndar háar tölur um bókaveltuna fyrir þessi jól. Svo var að skilja að þetta yrðu góð bókajól! Það er held ég séríslenskt; að allir kaupi bækur að gefa og síðan séu þær lesnar á jólunum. Enn eru jólin ekki að fullu gengin í garð þegar þetta er skrifað en ég er þegar með Péturspostillu (Gunnarssonar) á borðinu og Þú sem ert á himnum, Úlfars Þormóðssonar er þarna líka og svo bætist við... meira um það síðar. En það sem ég hef þegar lesið lofar góðu!
Aftur að gjöfunum - öðrum en bókum. Einu sinni var með okkur kínverskur maður á jólum. Samstarfsmaður konu minnar. Hann sat í losti á meðan tekið var utan af gjöfunum - við vorum þá mörg í heimili og gestir að auki. Gríðarlegt magn gjafa. Og þarna sat hann þessi gestkomandi maður frá kínverska Alþýðulýðveldinu, agndofa.
En Kínverjinn hugsaði málið og komst að eftirfarandi niðurstöðu. Á jólunum gefa Íslendingar í gjafir það sem þeir ella yrðu að kaupa: Sokka, bindi, úlpur, bolla, skíði, bolta - og bækur. Gott mál sagði Kínverjinn. Og ég er honum sammála. Nytjagjafir á jólum sem auk þess gleðja eru bara til góðs. Bækurnar efla auk þess menninguna, og lyfta andanum. Ekki allar. En vonandi sem flestar.
Gleðileg jól.