Fara í efni

GLEÐILEGT SUMAR!


Sumardagurin fyrsti er í minni dagbók skátamessa í Hallgrímskirkju, boltar handa krökkunum, heitt súkkulaði og tilhlökkun yfir komandi sumri. Þetta síðasta var inntakið í ræðu Layfeyjar Haraldsdóttur, nema og skáta í Ægisbúum, í skátaguðsþjónustunni í dag.
Laufey sagði að í sínum huga væri „aðeins einn tilgangur með sumardeginum fyrsta" og hann væri „að vekja tilhlökkun, löngun eftir komandi sumri." Hún sagði margt fleira ágætt í hugleiðingu sinni, minnti okkur til dæmis á þau sannindi að alveg sama hvað „tímarnir breytast" þá væri alltaf til gott fólk sem væri tilbúið að láta gott af sér leiða. Vel mælt og góð sumarkveðja.
Gleðilegt sumar!