Gott vaxtafrumvarp
Sæll Ögmundur.
Fagna frumvarpi þínu um bann við hækkun vaxta á verðtryggðum lánum. Ég hef líka verið að velta því fyrir mér hvort ástæða fyrir háu vaxtastigi hér að minsta kosti til einstaklinga sé sú að þeir séu að greiða tap bankanna á lánum til fyrirtækja. Ef almúginn ætlar að fá lán verður hann að hafa að minnsta kosti tvo ábyrgðarmenn og verða þeir helst að eiga fasteign. Samt nýtur lántakandi ekki þess í lægri vöxtum. Undafarna daga hafa verið í umræðunni fjárhagsörðugleikar fyrirtækja og afskriftir banka á lánum vegna þeirra. Gaman væri að vita hve miklu bankar töpuðu annars vegar á lánum til fyrirtækja og hins vegar til einstaklinga. Það er einnig athyglisvert að ef bankar þurfa að ganga á ábyrgðarmenn þá eru þeir ekki ábyrgir að jöfnu heldur gengur bankinn beint að þeim sem stendur betur að vígi fjárhags- og eignalega.
Með kv.
Sigurbjörn Halldórsson.