TRÚIN OG FJÖLLIN
Trú flytur fjöll. Flytur líka hugaróra í ýmsar áttir. Þannig flaug plan um risaálver víðsvegar um árið með viðkomu í Skagafirði, Eyjafirði og Skjálfandaflóa og ekki án hávaða. Lendingin varð á Bakka en umturnun varð á risaálveri í kísilver, sem þar var reist með tilþrifum þess ódýra erlenda vinnuafls, sem til þurfti. Varla hafði drullumall kola og grjóts i dýru, þýsku kísilverinu á Bakka hafist 2018, þegar það sýndist vera glórulaust, Ekki bætti úr að kísilverið reyndist gallagripur. Ógöngur í rekstri héldu áfram sleitulaust í rúmlega tvö ár, tapið botnlaust. Trúin á framtakið var uppurin þegar við síðustu ársbyrjun. Áfram var þó mallað saman kolum og grjóti í litlum mæli á Bakka fram á sumar, uns uppgjöf var tilkynnt. Nú er mánuður liðin frá stöðvun á framleiðslu kísilvers og grillir ekki í búbætur á Bakka, endurræsingu. Preussner ku heita séður einka- eigandi auðhrings, PCC SE. Passaði eigin pyngju,en eignaðist kísilver á Bakka fyrir lánsfé, skellt á herðar eins af 82 undirfyrirtækjum PCC SE, kallað BakkiSilicon hf, nú í vanda. Glötuð er arðsvon PCC SE af útrás til Íslands, en lítill þó annar harmur. Öðru gegnir þó um ýmsa áður veitula lánadrottna BakkiSilicon hf, sem sitja í súpu vegna ófara þess. Meðal stærstu eru ísl.lífeyrissjóðir. Best henta sem minnstar pælingar i Bakkdæminu stóra, ef marka má hérlend viðbrögð stöðu þess nú. Nýleg pest tekur athygli, en hún er líka nýtt sem fölsk skýring á óförum á Bakka, sem hófust strax 2018. Stóriðjuframtak, sem virðist hrunið, er vonbrigðaefni áður trúgjörnum á það. Ásett þöggun um Bakkastrand PCC er þó skrítin.