Fara í efni

GUÐLAUGUR ÞÓR „PRÍVAT OG PERSÓNULEGA"


Guðlaugur Þór þórðrson, heilbrigðisráðherra, sagði, í kvöldfréttum RÚV, að það væri út í hött að fótur væri fyrir þeim ásökunum þingflokks VG um að hann hefði hafnað því að taka umræðu um málefni Landspítalans í utandagskrárumræðu á Alþingi. Sagði hann það að vísu rétt að ég hefði nefnt þetta við sig „prívat og persónulega" en að öðru leyti væru ásakanir þingflokks VG fráleitar.
  • 1) Ósk mína um utandagskrárumræðu setti ég fram 27. febrúar, daginn eftir að heil deild á Landspítalnum var auglýst til útboðs. Frá þessu var samdægur greint í fréttum Sjónvarps.
  • 2) Eftir að stjórn þingsins hafði fallist á umræðuna sendi ég (3. Mars) heilbrigðisráðherra eftirfarandi rafrænt bréf: „Hinn 27. febrúar sl óskaði ég eftir umræðu utan dagskrár um útvistun á heilbrigðisþjónustu á Landspítala (Landakot) sem beint yrði til þín sem heilbrigðisráðherra. Hvenær værir þú tilbúinn að taka þessa umræðu? Kv. Ögmundur Jónasson"
  • 3) 12. mars kom í ljós að af hálfu þingsins væri hægt að koma umræðunni við daginn eftir. Svo heppilega vildi til að heilbrigðisráðherra myndi þá vera í þinginu að kynna ný frumvörp. Í samráði við stjórn þingsins leitaði ég því eftir því við ráðherra að umræðan færi fram daginn eftir. Því neitaði heilbrigðisráðherra og sagði ég honum að mér þætti það afar slæmt ekki síst í ljósai þess að útbosfresturinn fyrir spítaladeildina var þá útrunninn.
  • 4) Daginn eftir tók ég málið upp að nýju og kvarataði yfir því að fá ekki utandagskrárumræðuna.Þetta gerði ég ekki meira "prívat og persónulega" en svo að það var gert úr ræðustól Alþingis í upphafi þingdags og þá enn nægur tími til þess að efna til umræðunnar seinna um daginn - ef vilji hefði verið fyrir hendi.

Þetta kallar Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, að ég hafi „prívat og persónulega" óskað eftir utandagskrárumræðum á Alþingi!