Guðmundur Hauksson í bankastjórastól KB bankans?
Það hefur verið vitað allt frá því Búnaðarbankinn var seldur að bankastjórastóll væri ætlaður Guðmundi Haukssyni. En fyrst væri rétt að brjóta sparisjóðakerfið niður og ná tökum á SPRON sem hefur í viðskiptum marga og öfluga einstaklinga og félög. Eining hafði skapast í stjórn SPRON um ráðahaginn og stofnfjárfestar undu vel hag sínum því vel var boðið.
Nú hefur komið upp einhver titringur meðal stofnfjárfesta að því að fram kom hjá Össuri Skarphéðinssyni einum úr hópi svokallaðra “Elítu fjárfesta” í fréttum RUV. Össur telur að hagnaður af sölu stofnhluta eigi að renna til samfélagsins eða þannig...
Þetta sjónarmið er að koma fram núna fyrst eftir að birt hefur verið hverjir fylla hóp svokallaðra “Elítu fjárfesta” innan SPRON. Í þeim hópi eru menn úr öllum stjórnmálaflokkum.
En er ekki rétt að þessum yfirgangi og græðgi linni og okkur sem viljum halda úti sjálfstæðu sparisjóðakerfi verði gert kleift að starfa áfram með að leiðarljósi þá félagshugsun sem er skjaldborg þess. Það er nógu erfitt að halda úti öflugu sparisjóðakerfi þó ekki sé verið öllum stundum að ala á sundurlyndi sem birtist í græðgi og öfund.
Gefum baunateljaranum Pétri Blöndal frí og sendum Guðmund Hauksson í KB banka án heimanmundar.
Bjarni.