Þessi kvikindi eru út um allt. Alveg sama hvar maður kemur. Þú kemur í strætó og spyrð um einhvern stað og mætir algeru skilningsleysi. Þú kemur í búð og spyrð t.d. hvað eldúsrúllurnar eru. “Eldhúsrullur, hvað what rulla tú meinir.. bla bla bla” í það endalausa. Þú ferð á elliheimili og spyrð á hvaða herbergi amma er. "Amma þín hvað?" Enginn skilur hvað þessi amma er. Það er verið að byggja hús fyrir þig. Þú spyrð af hverju þetta er svona og hvort ekki mætti gera það öðru vísi. Skilningslaus augu stara á þig. Það er alveg sama hvar maður kemur, allsstaðar er þetta lið. Af hverju í ósköpunum erum að að flytja þetta rusl inn. Inn til okkar sem búum við besta þjóðskipulag í heimi, mesta jafnréti í heimi, bestu bætur sem gamlir og farlama geta fengið, elstu, bestu og mestu menningu heimsins, elsta þingið sem enn er okkur til sóma. Við erum mesta lýðræðisríki heims. Svo ryðjast hingað biksvartir skrattar, heiðgulir vesalingar, skáeygir aumingjar, lið sem allstaðar er til óþurftar og er auðvitað að fara að heiman af því það er til ills eins þar og enginn vill hafa það. Við, hvítir og menntaðir aríar eigum að halda þessu sem lengst frá okkur.
A-puh. Ég er ekki að grínast, ég þekki fjölda fólks sem segir nákvæmleg þetta og ég þori ekki einusinni að láta á þrykk ganga sumt orðbragð sem ég hef heyrt. Það er staðreynd að rasismi er ekki minni hér en annarsstaðar, þótt við höldum því fram að við séum umburðarlyndastir allra.
Greinar Jón Magnússonar og Magnúsar Þórs hafa hrundið af stað mikilli umræðu um innflytjendur. Það var þörf á því þar sem lengi hafa kraumað á kaffistofum og við eldhúsborð samræður um þessi mál, oft af talsverðri heift í garð þessa framandi fólks sem hefur valið sér bústað hjá okkur. Svo mikið innstreymi af fólki frá menningarheimum ólíkum okkar, með önnur trúarbrögð, siði og venjur bjóða til misskilnings og fordóma.
En er þetta aðkomufólkinu að kenna? Höfum við enga sök? Atvinnurekendur segja útlendingana mun betri vinnukraft en heimamenn, af hverju er það? Hingað kemur fólk sem flest er harðduglegt og gerir sitt besta. Og ekki er hægt að segja annað en þetta aðkomufók hefur auðgað þjóðlífið á margan hátt. Við segjum að þeir myndi sitt eigið samfélag og vilji engin samskipti hafa við okkur, frumbyggjana. Er það þeim að kenna eða okkur? Raunar erum við að tala um tvo hópa, þá sem koma hingað til skammrar dvalar að leita sér vinnu og hina sem ætla að vera hér til frambúðar og ganga inní okkar þjóðfélag. Það þarf að gæta að réttindum þeirra fyrrnefndu svo ekki sé gengið á þeirra rétt í launum og aðbúnaði, en við þurfum að gera hinum kleift að samlagast okkar þjóðfélagi og menningu.
Þar er eflaust fyrst góð íslenskukennsla. En við þurfum líka að gæta þess að þetta er ekki einsleitur hópur. Vinur minn sem þekkir víetnamska stúlku sagði hana hafa farið á námskeið með m.a. Pólverjum og e.t.v. öðrum þjóðum. Pólverjunum gekk mjög vel, hljóðfræðin er svipuð og jafnvel sumir okkar stafir eru líka til í pólsku. Víetnamnunum gekk ekkert. Hljóðfræði þeirra var allt önnur, letur og framburður gerólíkur. Hafa menn gert sér grein fyrir þessu? Íslenskukennslan þarf að falla að hverjum hópi, bakgrunni og hljóðfræði. Þannig er á fleiri sviðum, við verðum að mæta þessu fólki á þeirra velli.
Það er rætt um að innflytjendur myndi sitt eigið samfélag og loki sig frá frumbyggjunum. En er það þeim að kenna? Við skulum ætla að innflytjendur vilja af fullri alvöru ganga inní okkar samfélag, en til þess þurfa þeir aðstoð okkar. Með góðri kennslu í þeirra framtíðarmáli, að ekki sé brotinn réttur á fólkinu í launum og aðbúnaði og þess fyrri menntun og þjálfun sé metin til jafns við frumbyggja.
Þessir nýju samlandar okkar ganga í verk sem við viljum ekki stunda. Yfirleitt er það vegna þess þau eru svo illa launuð að frumbyggjar líta ekki við þeim en innflytjendum finnast vel borguð. Þar kemur til verkalýðshreyfingar að standa sinn vörð, þótt mörgum finnist vopn verkalýðshreyfingarinnar hafi mjög dignað undanfarið. Þar kemur líka til þess opinbera, þeirrar óskilgreindu skepnu, að veita þá aðstoð sem unnt er til að komast sem fyrst inní siði, venjur og lífsgildi frumbyggja.
Þegar við Íslendingar förum til útlanda í lengri eða skemmri tíma viljum við halda okkar siðum. Fá okkar svið, hangikjöt, hrútspunga og opal. En við göngum að sjálfsögðu að siðum og venjum þeirrar þjóðar sem höfum ákveðið að dvelja hjá um lengri eða skemmri tíma. Það er eðlilegt að við viljum gera þá sömu kröfu til þeirra sem ætla sér að vera hjá okkur. Frá frændum okkar á Norðurlöndum höfum við heyrt ýmsar sögur um hvernig þeirra innflytjendur hafa haldið í ýmsa siði síns heimalands sem oft eru í fullkomnu ósamræmi við siði þeirra nýja lands. Við höfum heyrt um heiðursmorðin, um hjónabönd barna, umskurð og trúarsiði sem eru okkur framandi. Eins finnst okkur að skopskyn þessa fólks sé mjög lítið og þröngt. Ég býst við að sannrtúaðir hefðu brugðist illa við ef birst hefðu skopmyndir af Kristi, Maríu mey, páfanum eða öðrum trúarleiðtogum. Við munum páskaþátt Spaugstofunnar sem olli miklum titringi hjá sumum hópum. Einnig var fyrir allmörgum árum sýnd mynd í Laugarásbíó sem sýndi Krist í öðru ljósi en sumum líkaði. Því mætti hópur trúaðra við bíóið og hafði uppi mikil mótmæli. Þessvegna skulum við ekki fordæma mótmælui múslima við myndunum sem Jyllandsposten birti, allir strangtrúaðir eru ákaflega viðkvæmir, sama hvað trúin heitir. Hitt er svo annað mál að oft virðist að margir, einkum við vinstri sinnar séum mjög viðkvæmir fyrir þessari umræðu. Það er ljóst að mikill fjöldi innflytjanda frá gerólíkum menningarheimum og með gerólík trúarbrögð skapar viss vandamál. Það eru ekki fordómar að tala um þetta. Þessi mál verðum við að ræða og leyfa öllum að koma fram með sína skoðun. Síðan er það okkar að leysa vandamálin.
Við eigum að fagna því fólki sem vill raunverulega koma til okkar kalda lands og taka þátt í okkar samfélagi. Við eigum að gera það sem hægt er að kenna því okkar tungu, okkar siði og viðhorf. Við þurfum ekki að samþykkja öll viðhorf og skoðanir þessara nýju heimilismanna. Þeir þurfa líka að taka tillit til okkar, þeir eru að ganga ínní samfélag okkar, ganga undir okkar gildi, okkar trúbrögð og siði. Þeir sem ekki geta það munu eflaust fara burt og við því er ekkert að segja. Um aldir hefur komið hingað fólk frá öðrum löndum sem hefur auðgað okka rmenningu. Það sama er að gerast núna, kannski í meira mæli en fyrr, en við eigum að hafa styrk að takast á við það vandamál, ef það er vandamál. Íslendingar ásamt mörgum fleiri þjóðum fluttu í stórum stíl til Vesturheims á þarsíðustu öld. Við héldum okkar siðum en féllum að fulllu inní það þjóðfélagt sem við komum til. Það sama viljum við frá þeim sem ætla að búa hjá okkur til framtíðar. Þeir samþykki okkar menningu, við njótum góðst af þeirra menningju, það sem á milli ber verðum við að ræða hispurslaust og vandamál eru til þess að leysa.
Guðmundur R. Jóhannsson