HAFIÐ ÞIÐ LESIÐ RAND REPORT?
Myndin hér að ofan er úr RAND skýrslu frá 2019, löngu áður en Úkraína komst á dagskrá sem fórnarlamb eftir innrás Rússa í ársbyrjun 2022. Skýrslan fjallar um það hvernig sé hægt að skemma fyrir Rússum. Þá sé ekki nóg að grafa undan efnahag þeirra, einnig verði að valda vandræðum í öllu nærumhverfi Rússlands, þar á meðal vinna að því að fella ríkisstjórn Hvíta Rússlands (Hvíta-Rús). Margt annað er þar einnig nefnt.
Mikil áhersla í þessari skýrslu er á það hvernig megi spilla fyrir útflutningi Rússa á olíu- og gasi, þar á meðal fá Evrópumenn til að nota endurnýjanlega orku í ríkari mæli en verið hefur. Hvatningin kemur frá ríki sem leggur mikið upp úr eigin olíuframleiðslu og er ráðlagt að auka hana. Það eru fyrst of fremst hinir sem eiga að breyta.
En fyrst nokkur orð um Rand hugveituna:
Bandaríski flugherinn stofnaði Project Rand árið 1946 í samvinnu við Douglas flugvélasmiðjurnar. Tveimur árum síðar, árið 1948 skildu leiðir með Rand og Douglas og til varð Rand sem segist vera sjálfstæð hugveita en hefur frá upphafi þjónað Pentagon, bandaríska hermálaráðuneytinu, með tillögum sem bandaríska alríkisstjórnin hefur síðan að verulegu leyti byggt stefnumótun sína á. Það þarf ekki að lesa lengi í Rand skýrslum til að sjá að sú er raunin.
Rand lýsir sér sem “algerlega hlutlausri greiningarstofnun sem starfi I þágu vísinda, mennta og mannúðar; ætíð til almannaheilla og öryggis Bandaríkja Norður-Ameríku.”
Niðurlag setningarinnar er eflaust rétt. En hitt er hins vegar ágæt áminning um hve langt er hægt að ganga í blekkingum og tvískinnungi.
Ég hvet lesendur til að gefa sér tíma til að lesa Rand skýrsluna frá 2019 og horfa til þess sem þar er sagt um ábendingar til bandarískra stjórnvalda um hvað gera skuli til að efla BNA og grafa undan andstæðingum bandarískra hagsmuna, þar með talið með aukinni hervæðingu, efnahagslegum þvingunum og þvinguðum valdaskiptum í grannríkjum.
Mergurinn málsins er þessi:
Án þess að það leiddi til nokkurrar umræðu í evrópskum þingsölum eða meginstraumsfjölmiðlum birti Rand ráðleggingar um það hvernig eyðileggja megi Rússland með því að veikja efnahagskerfi landsins og þar með lífskjör almennings. Allt hefur þetta gengið eftir án minnstu viðbragða í Evrópu sem hefur hlýtt húsbónda sínum í vestri í þögulli undirgefni þar til kannski nú þegar Trump ætlar sér með ótrúlegum yfirgangi sínum að tryggja bandarískum bröskurum stærri hlut í evrópskum auðlindum en gott þykir.
Það sem ef til vill er óhugnanlegast er hve langt er hægt að ganga í ósvífni í andvaralausum heimi. Ekki man ég eftir því að nokkur íslenskur fjölmiðill hafi kafað í þessa skýrslu – nema þá vefritið Neistar.is, https://neistar.is/ sem hefur gert það mjög vel - og er þetta þó stefna sem íslensk stjórnvöld hafa stutt – illu heilli. https://www.rand.org/content/dam/rand/pubs/research_reports/RR3000/RR3063/RAND_RR3063.pdf )
HAVE YOU READ THE RAND REPORT?
The image above is from a 2019 RAND report, long before Russian invasion of Ukraine in 2022. The report discusses how to undermine Russia (by forcing it to over-extend its capacities). It is not enough to undermine Russia's economy, the report states, it is also imperative to cause problems in its entire immediate environment, fomenting unrest in neighbouring countries, including giving support to regime change in Belarus.
A large emphasis in this report is on how to undermine Russia's oil and gas exports, including getting Europeans to be more supportive of renewable energy. The incentive comes from a country that is heavily dependent on its own oil production and is in indeed, in this report, encouraged to increase its oil production. But export of Russian oil should be hindered by all means.
But first, a few words about Rand:
The US Air Force founded Project Rand in 1946 in collaboration with the Douglas Aircraft Company. Two years later, in 1948, Rand and Douglas parted ways, and Rand emerged, which claims to be an independent think tank but has from the beginning served the Pentagon, the US “Department of Defence”, with proposals on which the US government has since largely based its policy. You don't have to read for long in Rand reports to see that this is the case.
Rand describes itself as "a completely neutral analytical institution working in the interests of science, education, and humanity; always for the public good and security of the United States of America."
The conclusion of the sentence is undoubtedly correct. However, the rest is a good reminder of deception and double standards.
I urge readers to take the time to read the 2019 Rand report and see for themselves the recommendations to the US government on how to strengthen the US and undermine its enemies, including through increased military build-up (which leads to response on the Russian side and thus strain on the hard-pressed economy) , economic sanctions, and forced regime change in neighbouring countries.
In short:
With virtually no debate in European parliaments or mainstream media, Rand published its recommendations on how to destroy Russia by weakening the country’s economy and thereby the standard of living of its people. All of this is clearly spelled out without the slightest reaction in Europe, which has slavishly acquiesced to its Western master until perhaps now, when Trump in his brutality is planning to grab a larger share of European resources than is considered acceptable.
Perhaps most alarming is to see how far impudence can reach in a careless world. I don't recall any Icelandic media outlets delving into this report – except for the website Neistar, https://neistar.is/ – and yet this is a policy that the Icelandic government has supported – shamelessly I am sorry to say.https://www.rand.org/content/dam/rand/pubs/research_reports/RR3000/RR3063/RAND_RR3063.pdf
----------------
Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.
Here you can subscribe to a newsletter from this homepage, free of charge: https://www.ogmundur.is/