Fara í efni

HAGSMUNATENGSLIN Á NETIÐ STRAX!

Sæll Ögmundur.
Danska ríkisstjórnin gerði kjósendum sínum grein fyrir því í dag í hvaða fyrirtækjum ráðherrarnir eiga. Þetta er gert til að almenningur megi sjá hvar hagsmunir ráðherranna eru. Forsætisráðherrann í Danmörku vill að ráðherrarnir geri hreint fyrir sínum dyrum gagnvart kjósendum. Í flóknu þjóðfélagi þar sem viðskiptahagsmunir einstaklinga geta hæglega tengst pólitísku valdi er þetta nauðsynlegt. Anders Fogh Sörensen hefur einfaldlega sett listann yfir eignir ráðherranna í fyrirtækjum á heimasíðu forsætisráðuneytisins. Slóðin er http://www.stm.dk/Index/mainstart.asp?o=156&n=1&h=4&s=1. Nú er spurningin til þín Ögmundur, ert þú tilbúinn til þess að hvetja til þess að forsætisráðherra okkar fylgi fordæmi danska starfsbróður síns? Ertu tilbúinn að spyrjast fyrir um þetta á Alþingi?
Kveðja
Stefán

Þakka þér bréfið Stefán. Þetta er afar athyglisvert og hef ég þegar gert ráðstafanir til að forsætisráðherra Íslands svari því á Alþingi hvort hann væri reiðubúinn að beita sér fyrir því að sami háttur verði hafður á hér á landi og kollega hans í  Danmörku, sem mun vera Rasmussen, eftir því sem ég best veit, hefur innleitt í dönsku ríkisstjórninni. 
Kveðja,
Ögmundur