Fara í efni

HUGSUM TIL FRAMTÍÐAR

Samkvæmt nýjustu tölum frá Vinnumálastofnun hefur atvinnuleysi meðal kvenna aukist um 2,9% en minnkað um 3,8% meðal karla. Enn sem komið er er þó hærra hlutfall karla á atvinnuleysisskrá. Engu að síður er vert að gefa þessum tölum gaum. Hvers vegna fækkar körlum á atvinnuleysisskrá á meðan konum fjölgar?

Bankahrunið hjó strax stórt skarð hjá byggingaverktökum, enda héldu bæði fyrirtæki og einstaklingar að sér höndum. Byggingakrönum fækkaði og fjöldi karla missti vinnuna. Eins og gefur að skilja mun þessi hópur ekki allur geta starfað á sama vettvangi og fyrir hrun. Ástæðan er einfaldlega sú að offramboð er af húsnæði. Stjórnvöld gripu engu að síður til ýmis konar ráðstafana til að koma til móts við þennan stóra hóp. Ákveðið var að halda áfram byggingu tónlistarhúss, útboðum á leiguhúsnæði fyrir ríkisstofnanir var hraðað og endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna vinnu á byggingarstað var hækkuð í 100%, sem gerði það að verkum að ódýrara var fyrir fólk að sækja þjónustu iðnaðarmanna. Allt hefur þetta haft sín áhrif og að líkindum leitt til þess að körlum hefur fækkað á atvinnuleysiskrá. Því ber að fagna.

Sú staðreynd að konum hefur fjölgað á atvinnuleysisskrá er hins vegar áhyggjuefni. Fjölmennustu kvennastéttirnar starfa á vegum hins opinbera; innan mennta-, heilbrigðis- og félagsmálageirans. Oft er um láglaunastörf að ræða og það eitt og sér gefur tilefni til að ætla að lítill sparnaður náist fyrir ríkissjóð ef gripið er til uppsagna hjá þessum stéttum. Hitt er svo öllu alvarlegra og það er að þessar stéttir halda uppi velferðarkerfinu og þannig grunnstoðum samfélagsins. Ef við höggvum á þær vinnum við ekki aðeins skaða í samtímanum heldur einnig til framtíðar.

Velferðarmál eru atvinnumál og atvinnumál eru velferðarmál. Þetta verður að hafa að leiðarljósi við allar ákvarðanir um niðurskurð