Hamfarir af mannavöldum en Ísland þegir
14.10.2003
Í fréttum í morgunsárið var sagt frá enn nýjum árásum ísraelska hersins á flóttamannabúðir á Gaza svæðinu. Þegar þetta er skrifað er ekki enn vitað gerla um tjónið. Árásirnar hafa nú staðið í fjóra daga. Í einni hrinunni eyðilagði ísraelski herinn 1500 heimili. Búðunum var lýst sem hamfarasvæði. Sjá mátti "fullorðið fólk og grátandi börn leita í rústunum en Peter Hansen, yfirmaður flóttamannastofnunar SÞ í Palestínu, sagði, að eyðileggingin í Rafah væri helmingi meiri en hann vissi dæmi um áður." Þannig greindi Morgunblaðið frá í gær. Talsmenn Ísraelsríkis réttlæta árásirnar í siðferðilegum umvöndunartón: Verið væri að leita að jarðgöngum sem Palestínumenn noti til að flytja vopn frá Egyptalandi. Ekki vil ég réttlæta slíka vopnaflutninga. Þaðan af síður beitingu vopna til þess að ráðast á aðra. En hugleiðum hina siðferðilegu mótsögn sem hér birtist. Ísrael er eitt hervæddasta ríki heimsins. Vopn sín notar ríkið til árása á aðra. Nú bendir þetta sama ríki vísifingri ásakandi að fórnarlambi sínu. En mér er spurn, er hægt að gerast öllu siðlausari? Hefur siðferðið ekki snúist upp í grófa andhverfu sína?
Ofbeldisverk ísraelska hersins eiga að sjálfsögðu ekkert skylt við siðferði. Þau eru siðlaus með öllu og ber okkur öllum skylda að mótmæla þeim. Af hálfu ísraelsku ríkisstjórnarinnar er nú sem fyrri daginn allt réttlætt með því að þjóðin eigi í stríði. Þetta gefi henni siðferðilegan rétt. En er það þá ekki á báða bóga? Hvað fannst okkur um andstæðinga hernáms nasista og vopnaða baráttu þeirra gegn ofbeldi þýska ríkisins á stríðsárunum? Hvorir skyldu nú eiga meira sammerkt með nasistum og hvorir fórnarlömdum þeirra, Ísraelsmenn eða Palestínumenn? Hvað finnst ríkisstjórn Íslands um linnulausar sprengjuárásir á íbúðarhverfi í flóttamannabúðum? Hvers vegna þegir hún þunnu hljóði á meðan mannréttindin eru brotin á saklausu fólki?
Ofbeldisverk ísraelska hersins eiga að sjálfsögðu ekkert skylt við siðferði. Þau eru siðlaus með öllu og ber okkur öllum skylda að mótmæla þeim. Af hálfu ísraelsku ríkisstjórnarinnar er nú sem fyrri daginn allt réttlætt með því að þjóðin eigi í stríði. Þetta gefi henni siðferðilegan rétt. En er það þá ekki á báða bóga? Hvað fannst okkur um andstæðinga hernáms nasista og vopnaða baráttu þeirra gegn ofbeldi þýska ríkisins á stríðsárunum? Hvorir skyldu nú eiga meira sammerkt með nasistum og hvorir fórnarlömdum þeirra, Ísraelsmenn eða Palestínumenn? Hvað finnst ríkisstjórn Íslands um linnulausar sprengjuárásir á íbúðarhverfi í flóttamannabúðum? Hvers vegna þegir hún þunnu hljóði á meðan mannréttindin eru brotin á saklausu fólki?