HAMRAÐ Á MIKILVÆGI VELFERÐAR
11.05.2009
Á fyrsta starfsdegi nýrrar ríkisstjórnar var efnt til fundar í Heilbrigðisráðuneytinu með forstöðumönnum heilbrigðisstofnana landsins. Ég notaði tækifærið til að kynna áherslur nýs stjórnarsáttmála, þar sem hamrað er á mikilvægi velferðarþjónustunnar og að ráðist verði í heildstæða endurskoðun á heilbrigðiskerfinu, m.a. með það að markmiði að efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað sjúklings í kerfinu. Mikil og gagnleg umræða varð á fundinum eins og fram kemur á heimasíðu ráðuneytisins: http://www.heilbrigdisraduneyti.is/frettir/nr/3039
Þrátt fyrir stífar niðurskurðakröfur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á hendur Íslendingum er og verður ásetningur ríkisstjórnarinnar að standa vörð um velferðina í anda hins besta í norrænni velferðarhugsun.