Fara í efni

HANGILÆRI TIL RÍKISSAKSÓKNARA

Í umræðunni sem vonandi verður um rauðvínsgjafirnar  á ráðamenn nú um jólin fyndist mér mikilvægt að velta því upp að ef æðstu ráðamenn eiga að komast upp með þetta, hvað sé þá hægt að segja ef yfirmenn lögreglu, skattrannsóknar og annarra eftirlitsstofnanna fara að taka þá sér til fyrirmyndar. Hvers á t.d. ríkissaksóknari að gjalda? Eða fær hann kannski sína flösku? Hvað yrði sagt ef Jói í Bónus gæfi honum hangilæri í soðið? Hann hefur allavega ekki verið ítrekað dæmdur fyrir fjármálaafbrot eins og eigandi Landsbankans sem ber nú gjafir á æðstu yfirmenn dómskerfis og fjármálaeftirlits (kostuleg þessi yfirlýsing Ríkisútvarpsins um að einungis hefði verið um að ræða eina flösku en ekki fleiri, eins og hugsanlega hefði mátt skilja af fréttinni. Skál fyrir Páli!)
Gleðilegt ár og bestu þakkir fyrir allt gamalt og gott.
NN.