Fara í efni

HEF FYRIRVARA Á ÚTSPILI JÓHÖNNU

Þú stingur upp á því í pistli þínum að við veitum öll Jóhönnu liðsinni okkar í því að þjóðin sjálf megi ákveða hvaða málum er vísað til þjóðaratkvæðis. Ég vil ekki styðja Jóhönnu í neinu sem tengist þjóðaratkvæðagreiðslu fyrirfram. Hennar viðhorf til að vísa frá sér ákvörðunarvaldi hefur komið berlega í ljós. Ég gæti best trúað henni til að setja inn "Catch-22" ákvæði þannig að það þurfi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu til að koma á þjóðaratkvæðagreiðslu. Eins og þú held ég að það sé ástæða til að fagna þessu útspili en aðeins að því gefnu að við tökum heimildina ekki af forsetanum um leið.
Agnes