HEFÐIR ÞÚ SKRIFAÐ SVONA FRÉTT?
Frá ruv hf:
"Blair merkir framfarir í Írak.
Einn er sár eftir að sprengjur sprungu í Bagdad í morgun, á Græna svæðinu svonefnda. Tony Blair er staddur í Bagdad en hann sakaði ekki. Blair kom til Íraks í morgun til fundar við Nouri al-Maliki forsætisráðherra Íraks. Heimsókn hans er sú síðasta til landsins sem forsætisráðherra Bretlands. Blair, ræddi við fréttamenn í dag eftir fund sinn með Maliki. Hann sagði greinileg merki um framfarir og breytingar í Írak.”
Hefðir þú skrifað svona frétt á gamla RÚV?
Þetta er reyndar dæmigert um gagnrýnislausa - eða kannski hlutdræga - fréttamennsku, sem nú tíðkast í alltof ríkum mæli. Í kvöld var sagt frá því í hinu opinbera hlutafélaqi RÚV, að SA og ASÍ tækju nýrri ríkisstjórn afar vel. Síðan var birtur viðtalsbútur við forseta ASÍ þar sem hann kvaðst "hóflega bjartsýnn" en reynslan yrði að kveða upp sinn dóm. Gefa þessi ummæli tilefni til fullyrðinga RÚV ohf.?
Gamall hippi eða ef til vill ungur, spurning um ljósár eða jafnvel ríkistjórn.