HEILAHEILL TIL HEILLA
05.04.2009
Í gær sótti ég þriggja tíma fund með samtökunum Heilaheill. Rætt var um málefni sem snerta félagsmenn og stofnanir sem þeim þjóna, þar á meðal Grensásdeild Landspítalans. Ég fékk margar mjög gagnlegar ábendingar á þessum fundi og vona að ég hafi einnig getað miðlað einhverju til fundarmanna sem ekki voru einvörðungu úr Hjartaheill heldur líka öðrum samtökum sem eru áshuga- og hagsmunatengd málefninu. Þórir Steingrímsson, félagi minn úr verkalýðssstarfi til margra ára veitir samtökunum forystu. Fróðlegt var að fá innsýn í kröftugt starf samtakanna. Þar er unnið starf samfélaginu öllu til heilla.
Hér má sjá nánari frásögn af fundinum: http://heilaheill.is/?a=read_artical&id=3327