Heimskan á sér engin takmörk
Kæri Ögmundur
Rétt til gamans langar mig að benda á eftirfarandi dæmi sem sýnir
hversu fáránleg hugmynd það er að krefjast meira en 50% þátttöku
við atkvæðagreiðslur yfirleitt.
Gerum ráð fyrir því að kjósa eigi milli tveggja ólíkra kosta sem
ég vel að kalla A og B.
Gerum ráð fyrir því að settar verði reglur um það að a.m.k. 75%
kosningabærra manna verði að taka þátt í kosningunni til þess að
niðurstaða hennar teljist gild.
Gerum síðan ráð fyrir því að 74% þátttaka verði við kosninguna
og að allir sem þátt tóku velji kost A.
Þá telst kosningin ógild þrátt fyrir að 74% kosningabærra manna
hafi lýst yfir stuðningi sínum við A.
Allir hljóta að sjá hversu fáránleg staðan er en það eina sem
gerði hana mögulega er krafa um 75% þátttöku.
Bestu kveðjur,
Sigmundur Guðmundsson, stærðfræðingur